Það þarf ekki annað en að lesa fyrirsagnir þeirra sem blogga við þessa frétt, til þess að sjá hve margir eru hatursfullir í garð Hannesar. Svo mikið að mér blöskrar og maður spyr sig, "hvað hefur hann gert þessu fólki"?
Hannes H. Gissurarson hefur talað fyrir ýmsum hagsælum breytingum í þjóðfélaginu, sem komið hafa ÖLLUM til góða. Hugmyndir sínar hefur Hannes viðrað löngu áður en þær hafa síðan orðið að veruleika í sölum Alþingis. Hannes er hugmyndafræðimaður sem í raun hefur verið á undan sinni samtíð á Íslandi í mörgum málum. Ef ætti að draga saman hugmyndafræði Hannessar í tvö orð, þá væri það sennilega "frjáls viðskipt"i. Ekki bara á Íslandi, heldur í heiminum öllum. Það læðist að manni sá grunur, að þeir sem hatast mest út í Hannes, hafi aldrei lesið stafkrók eftir hann, og ef þeir hafa gert það, þá hafi þeir ekki skilið eitt aukatekið orð af því sem hann fjallar um.
Nú um stundir virðast hatursmenn Hannesar finna honum það helst til foráttu að vera ritþjófur. Þetta með hinn meinta ritstuld er eiginlega frekar hlægilegt, ef skoðuð er heimildarskráning hans í Laxness bókunum. Yfirsjón Hannesar er sú, að mati dómsins að hann var ekki nógu nákvæmur í skráningunni. Jafnvel þó fallist sé á það að hann hafi gert mistök, réttlætir það þá hatrið?
Þegar Hannes vann að ritverki sínu um Laxness þá kom hann allstaðar að lokuðum dyrum hjá fjölskyldu Nóbelsskáldsins við heimildaöflun, á sama tíma og annar rithöfundur, sem var fjölskyldunni þóknanlegur fékk gjörólíkar móttökur. Getur það verið að fjölskylda Nóbelsskáldsins dragi rithöfunda í dilka eftir pólitískum skoðunum þeirra? Það kemur kannski ekki á óvart ef hún hefur fengið skoðanir skáldsins í arf, frá manninum sem aldrei gerði upp pólitíska fortíð sína af neinum ærlegheitum eins og flestir rithöfundar og stjórnmálamenn sem hallir höfðu verið undir Sovét-kommúnismann gerðu upp úr miðri síðustu öld.
Söfnunin til handa Hannesi er til komin vegna þess fjárhagstjóns sem einn ríkasti maður landsins er að valda honum. Ástæða haturs Jóns Ólafssonar á Hannesi er ekki bara sú að hann sagði frá í rituðu máli það sem flestir Íslendingar höfðu heyrt á götunni í áranna rás, þ.e. að undirstaða auðæfa Jóns var hugsanlega tengsl hans við fíkniefnaheiminn, heldur ekki síst vegna þess að Hannes fjallaði um tilraunir Jóns til þess að hafa áhrif á lýðræðið á Íslandi í krafti auðæfa sinna. Skilaboð Jóns til þjóðarinnar eru skýr með ofsóknum sínum á hendur Hannesi. "Haldið ykkur á mottunni".
Og svo hatið þið Hannes!
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Jólasaga úr bernsku minni
- Trump vekur upp andvana hugmynd um kaup á Grænlandi
- 3235 - Ný ríkisstjórn
- Vill þjóð í friðargöngu ganga í herveldi?
- Á miðri vertíð?
- Fréttirnar eru leiðinlegar, hlustum á tónlist
- Barnalæknir eða sölumaður lyfjafyrirtækja? - Fyrri hluti
- Djúpfærsla fyrir ofurgrallara
- Skaðræði ríkisstjórnarinnar er hafið
- Friðarganga og Evrópusamband
Athugasemdir
Ég er nokkuð ánægður með Hannes þessa dagana. Ég er að lesa Benjamín Eiríksson og finnst bókin nokkuð vel skrifuð en reyndar var ég bara að byrja. Ég reikna þó síður með að taka þátt í söfnuninni.
Sigurjón Þórðarson, 30.3.2008 kl. 15:45
Hatur er stórt orð. Veit reyndar ekki hvort hatrið er svo mikið, held að nær væri að tala um fyrirlitningu eða ógeð. Mér er slétt sama hvort HHG er ritþjófur eður ei, hinsvegar finnst mér fyndið að prófessor við Háskóla Íslands geti ekki komið frá sér sæmilegri heimildaskrá eða unnið tilvísanir eftir reglum. Svo finnst mér sorglegt að sami maður skuli enn vera prófessor við HÍ. Staðreyndin er sú að HHG hefur skapað sér mikla óvild í þjóðfélaginu með alveg gríðarlegum hroka í garð allra sem eru ekki sammála honum, held reyndar að hann þrífist á hrokanum og því að vera eins umdeildur og hann er. Gott hjá honum!! Varðandi Jón Ólafs er satt að þessi orðrómur hefur lengi loðað við hann hjá Gróum þessa lands en HHG steig skrefið lengra og setti á prent. Það, gott fólk, heitir rógburður og er refsivert. En þetta virðist reyndar vera ein uppáhaldsiðja þeirra í Flokknum, ef þú ert ekki með okkur reynum við að brjóta þig, sbr td Bónusfeðga. Ég fullyrði að væri Jón Ólafs í Flokknum hefði HHG aldrei látið þetta frá sér fara, og hefði drullað yfir þá sem hefðu haldið þessu fram. Málið er það að Flokkurinn var því svo vanur að auðmenn þessa lands væru á hans snærum að þeir hafa ekki enn getað sætt sig við að nú sé til stétt auðmanna sem ekki éta úr lófa Valhallarmanna heldur kjósa aðra flokka.
Hvaða áhrif ætli það hafi haft á lýðræðið í þessu landi heldurðu????
Taxi Driver, 30.3.2008 kl. 16:04
Hefur Jón Ólafsson ekki varið ævi sinni á ystu brún hins löglega?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.3.2008 kl. 16:10
Ég las bókina um Benjamín fyrir nokkrum árum, stórskemmtileg bók og fróðleg. Á 2-3 stöðum fannst mér Hannes vera svolítið með sínar eigin söguskýringar, þegar mér fannst að hann hefði átt að vera "hlutlaus". En eins og ég sagði, það var fyrir nokkrum árum og síðan þá hefur afstaða mín til ýmissa mála breyst, en Hannesar ekki
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 16:13
Það hefði ég haldið Heimir. Sá kasti fyrsta steininum....
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 16:14
Ég held að hinn almenni pirringur varðandi Hannes sé aðallega hvernig hann hefur komið þessari "snilld" sinni frá sér. Við erum að tala um afar hreinskilinn mann sem virðist telja sig yfir marga kominn vegna tengsla sinna við ráðamenn. Hroki er gott orð yfir þessa hegðun en hún er bara svo margt meira. Hann virðist þrífast á því að slá um sig og sjá aðra hneykslast. Og sú hegðun finnst mér ekki bera vott um neina snilligáfu.
Heimildatilvísanir virðast vera stór vandi hjá honum, ef hann hefði vitnað til heimilda í þessum skrifum sem hafa komið honum nú nokkru sinnum fyrir dómstóla þá væri hann "safe".
Hann á ekki heima í HÍ. Of umdeildur og of kjaftfor til þess að geta kennt.
Skaz, 30.3.2008 kl. 16:19
Og varðandi Jón Ólafs, svo lengi sem ekkert er hægt að sanna þá eru þetta gróusögur. Sögur sem margir telja að til sé eitthvað í (t.d. ég) en það gerir þær ekkert sannari. Og það að staðhæfa að eitthvað sé satt á heimasíðu sinni um manninn á meðan ekkert er hægt að sanna er dálítið ábyrgðarlaust hjá lektor í stjórnmálafræði sem á víst að vera mjög snjall.
Skaz, 30.3.2008 kl. 16:23
Minnimáttarkennd kannski Skaz?? Mér finnst það lýsa HHG býsna vel. Minnimáttarkennd sem brýst út með svona alveg ótrúlegum hroka....
Taxi Driver, 30.3.2008 kl. 16:24
Ef einhverjum finnst Hannes hrokafullur, þá er í sjálfu sér erfitt að neita því, hver túlkar það fyrir sig. Sjálfur túlka ég framkomu hans þannig, að hann sé skemmtilega viss í sinni sök. Undan röksnilld hans svíður, ég get alveg skilið það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 16:25
Persónulegar svívirðingar eru ekki röksnilld heldur... einmitt, bara persónulegar svívirðingar....
Taxi Driver, 30.3.2008 kl. 16:30
Mig minnir nú að hann hafi ekki verið að halda þessu fram sjálfur í skrifum sínum, aðeins að segja frá almannarómi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 16:31
En varla hatar fólk hann fyrir almenn skrif um almannaróm á Íslandi. Enda eru þau skrif hans ekki það sem ég er að tala um þegar ég minnist á röksnilld hans.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 16:33
Ekki ég heldur..... Þau segja hinsvegar töluvert um dómgreind hans.
Taxi Driver, 30.3.2008 kl. 16:38
Það að nota persónulegar árásir er yfirleitt vottur um að rökin séu á þrotum. Hversu margar rökræður hafa endað á nótunum "þú ert asni" þegar annar aðilinn sér fram á skort á rökum.
Hannes segir þetta ekki svona með berum orðum en hann notar frjálslegar rökfærslur til þess að særa fólk. Ég tel það ekki til snilldar að vera góður í því að valda særindum
Auk þess finnst mér það sem þú segir um fjölskyldu Nóbelsskáldsins ekki sanngjarnt. Ef skrifað væri um afa minn myndi ég fara eins að ef mér líkaði ekki við einn rithöfund. Og mér má líka illa við fólk af ýmsum ástæðum það er grundvallarréttindi ekki satt? Í þessu tilviki var fólkið ekki sátt við Hannes og hann átti að virða það. Maður þrjóskast ekki við þegar aðstandur látins mann biðja mann að hætta.
En Hannes virðist hvort eð telja sig til betri en annað fólk þannig að...
Skaz, 30.3.2008 kl. 16:41
"Getur það verið að fjölskylda Nóbelsskáldsins dragi rithöfunda í dilka eftir pólitískum skoðunum þeirra?"
Heldurðu að það geti verið að HHG dragi fólk líka í dilka eftir stjórnmálaskoðunum þess?? Við skulum heldur ekki gleyma því að HHG er óopinber málpípa þess flokks sem til margra ára aðstoðaði FBI við að fylgjast með Nóbelsskáldinu. Ekki að furða þó ættingjarnir hafi skellt á nefið á honum. Svona svipað og ef Stalín hefði skrifað ævisögu Hitlers eða þannig.
Taxi Driver, 30.3.2008 kl. 16:56
....en þessi söfnun er samt gróf móðgun við allt sem heitir siðferði!
halkatla, 30.3.2008 kl. 17:50
og þú ættir að athuga þinn gang áður en þú vænir fólk um að hata það er einsog þér líði sjálfum eitthvað illa? (kannski bitur? finnst þú hafa sóað hugsjónun þínum í vitleysu?? )
halkatla, 30.3.2008 kl. 17:52
Er það gróf móðgun við allt siðferði að vinir Hannesar biðli til annarra vina um stuðning??
Seinni athugasemd þinni Anna Karen, yrði svarað af verjanda í amerískum réttarsal: " You made my point, I rest my case, your hounor".
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.