Hreysisvæðing og hústökufólk

Mynd 456060 Ég bloggaði um það þegar umræðan um kassafjalakofana á Laugaveginum var að byrja, að ef ekki fengist að rífa og endurbyggja þarna, þá myndi Laugavegurinn breytast smátt og smátt í eitt risavaxið Kolaport. Skransalar muni ráða þarna ríkjum, því allir alvöru verslunarmenn munu hrökklast í burtu. Og þegar skransalamenningin hefur tekið völdin, þá er stutt í allskonar óþrifnað og jafnvel ólöglega starfsemi, hústökufólk og "fríríkisástand" líkt og þekkist t.d. í Kaupmannahöfn, sem með sanni má kalla sóðalegustu höfuðborg norðurlanda og þó víðar væri leitað.
mbl.is Kraumandi óánægja kaupmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Eins og mælt úr mínum goggi!

Vilhelmina af Ugglas, 29.3.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr

Óskar Þorkelsson, 29.3.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og það er enginn held ég að tala fyrir því að nýbyggingarnar þurfi að vera einhverjir kaldir steinkassar. Það er vel hægt að endurbyggja í einhverju 19. aldar nostalgíustíl ef menn vilja

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2008 kl. 21:30

4 identicon

Sæll félagi,

Sammála um kofadraslið sem maður hefur haft fyrir augunum í hvert skipti sem maður hefur komið í borgina.  Hinsvegar er ég ósammála hvað varðar Köben, mér fannst hún alltaf hrein og þrifaleg í hvert skipti sem ég fór þar um meðan ég bjó í Danmörku.  Fór svosem ekki mikið meira um en frá Kastrup til Hovedbanegaarden;)  svo vel má vera að draslið hafi verið utan minnar leiðar! 

Kveðja, Arnór Baldvinsson, San Antonio, Texas

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband