Öflugasta útrýmingartækið

Einangraðir ættbálkar innfæddra geta verið viðkvæmir fyrir...Þegar Spánverjar námu lönd Mið-Ameríku, þá var leitin að málmininum eina, gullinu, aðaldrifkraftur könunarleiðangra þeirra. Víða fengu þeir gull sitt af innfæddum með friðsömum hætti, skiptu gjarnan á ómerkilegum glerperlum, speglum og málmverkfærum fyrir eðalmálminn. En ef hinir innfæddu voru ekki fúsir til viðskipta, þá voru þeir einfaldlega drepnir.

"Skelfilegasti innrásaraðilinn frá Gamla heiminum var óvart sá sem Spánverjar hafa eflaust talið minnst lið í - svartur þræll frá Afríku. Svertingi bar með sér bólusótt, en hún var með öllu óþekkt í Nýja heiminum og þjóðir hans höfðu ekkert líkamlegt ónæmi fyrir henni. Bólusótt er einhver smitnæmasta pest sem um getur. Áður en sex mánuðir voru liðnir frá því hún barst til Mexíkó höfðu þrjár og hálf miljón manns látið lífið, rúmlega helmingur íbúa ríkisins". (Könnunarsaga veraldar, Örn og Örlygur)


mbl.is Sjónvarpsfyrirtæki sakað um að dreifa flensu til innfæddra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki bara í þar sem pestir og sjúkdómar hafa útrýmt stórum hlutum þjóða. Evrópa er nú líka búin að fá sína skammta í gegnum tíðina sem höfðu svipað eða jafnvel meira dauðshlutfall. Núna í dag er svaðalegur faraldur að geysa um allan heim og þá sérstaklega í Afríku sem kallast alnæmi. Reyndar er það kynsjúkdómur en samt, 100% dauðshlutfall segir sitt.

Jafnvel kvefið, sem við teljum vera meinlaust grey, þurfti að drepa óteljandi marga áður en við féngum innbyggð mótefni til að verjast þessum "meinlausu" bakteríum.

Bjólfur (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband