Varasöm aðgerð

Mynd 455874 Í sjálfu sér eru aðgerðir af hálfu atvinnubílstjóra eðlilegar og tala í raun máli allra neytenda í landinu. Atvinnubílstjórar gætu auðvitað velt þessum búsyfjum beint yfir á neytendur, en ég held að allir ábyrgir borgarar í þessu landi vilji forðast það í lengstu lög. Ég hef t.d. ekki hækkað leigubílataxta minn í tæpt ár.

Það sem er hins vegar varasamt við svona aðgerðir er það, að þetta er eina samgönguleiðin út úr borginni í austur. Ef alverlegt slys, bruni eða þ.h. hefði orðið á sama tíma, hefði illa getað farið. Mótmæli meiga aldrei stofna lífi og limum samborgaranna í hættu. Það þarf að skipuleggja svona aðgerðir af meiri yfirvegun.


mbl.is Bílstjórar hætta aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hægt að aka um Breiðholtbraut, austur.

Og er mikið notuð og fljótfarnari.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki hægt ef þú ert föst í umferðarhnút í Ártúnsbrekku

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Brattur

... sammála, þetta er hættulegt ef eitthvað kemur uppá og fólk þarf t.d. að komast undir læknishendur sem allra fyrst...

..

Brattur, 27.3.2008 kl. 22:27

4 identicon

Hjartanlega sammála þér, ef að einhver sem maður þekkir fengi hjartaáfall, ég var fastur í þessu og það hefði enginn sjúkrabíll komist neitt þarna, hvenig væri að leggja þessum bílum fyrir utan alþingishúsið og gera eitthvað sniðugt og táknrænt í staðinn fyrir að hefta för þúsunda vegfarenda

Kári Örn (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband