Fleiri og fleiri virðast þora að andæfa þeim alheims rétttrúnaði að hin hnattræna hlýnun sé til komin að mestu eða öllu leiti af mannavöldum. Stöðugt reitast skrautfjaðrirnar af mynd Al Gore An Inconvenient Truth, og spurning hvort það endi ekki með því að hann þurfi að skila Óskarsverðlaununum, líkt og sigurvegari á Ólympíuleikum sem uppvís hefur orðið af því að að brúka óvönduð meðul.
Mér hefur alltaf þótt það athyglisvert hve fylgjendum kenninganna um að þetta sé allt manninum að kenna, eru viðkvæmir fyrir gagnrýni og að fólk efist. Það er eins og þetta jaðri við ofsatrú. Ég vísa hér í link á síðu "Climate Skeptic", með nokkrum videóum "What is normal?" (Varúð, ekki fyrir viðkvæma)
http://www.climate-skeptic.com/2007/11/more-ways-to-vi.html
Flokkur: Vísindi og fræði | 24.3.2008 (breytt 25.3.2008 kl. 00:13) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 946013
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sigurgeirar á feisinu valda Kenya-mönnum andlegum erfiðleikum
- Einlæg ást og eindrægni!
- Hvers konar borg erum við að fá?
- Öllu lofað, til hægri og vinstri
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- -smáræði-
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
Athugasemdir
Horfum aðeins á nokkrar staðreyndir.
1. ísinn er að bráðna á mun meiri hraða en jafnvel svartsýnustu vísindamenn þorðu að spá fyrir 7 árum.
2. Tala hættulegra fellibylja sem valda miklum skaða hefur 6 faldast á síðustu 40 árum.
3. Það eru engar náttúruhamfarir sem að hafa valdið því að þessi hlýnun eigi að eiga sér stað þannig að við verðum að leita annara skýringa.
4. Sólin er ekkert virkari núna en hún var fyrir 50 árum en þó hafa loftlagsfræðingar verið að benda á að uppgufunarmælingar bendi til þess að minna sólarljós komist í gegnum lofthjúpinn en áður. Ekki hægt að skýra þetta með öðru en rykmengun. Af þessum sökum sökum má segja að sú mengun sé að hefta áhrif CO2 mengunarinnar.
5. Ein helstu rök þeirra sem að draga vilja draga úr því að við eigum sökina á öllu þessu er að margir af þessum hitamælum sem notaðir eru til þess að mæla meðalhita jarðarinnar eru nálægt stórborgum en gleyma að útskýra að mesta hlýnunin er við skautin. Hvaða stórborgir eru þar?.
6. Grænlandsjökull hefur síðan 1992 hraðað bráðnun sinni gríðarlega og veldur því að ferskvatn streymir nú í mun meira magni í hafið og eru flestir sammála því að það getur haft þau áhrif að það hægi á golfstraumnum og jafnvel stöðvi hann.
Efasemdir eru oftast í góðu lagi í ljósi þessara staðreynda eigum við að stinga hausnum í sandinn og segja að þetta sé náttúrulegt og taka sénsinn á því? Flestir vísindamenn segja að það sé ekki of seint að grípa til aðgerða en ef af þessu verður þá munu þurrkasvæði heimsins stækka og úrkoma annars staðar aukast. Fleiri og verri fellibyljir því að þeir nærast á hita og uppgufun sjávar við miðbaug. Ef að grænlandsjökull einn bráðnar þýðir það að sjávaryfirborðið hækkar um 7 metra og þá eru margar kyrrahafseyjar farnar, stór hluti London farið undir vatn, Bangladesh sokkið að stórum hluta, Hollland og miklu fleira. Eyðimerkur heimsins stækka og þar af leiðandi verður minna svæði til ræktunar á korni og fleiru sem mannkynið þarf til þess að komast af. Það myndi þýða hungursneyðir, styrjaldir.
Ég neita að trúa því að fólk sé tilbúið til þess að taka til greina efasemdarmenn um að þetta sé að gerast af okkar völdum því að þó svo að eitthvað af þessu sé ekki fullsannað að þá er það eitt víst að það má ekki taka sénsinn á því vegna þess að það er svo mikið í húfi fyrir kynslóðir framtíðarinnar.
Pétur Kristinsson, 25.3.2008 kl. 00:17
Mér sýnist að þú þurfir eitthvað að uppfæra "staðreyndirnar" hjá þér Pétur.
1. Vissulega hlýnaði á jörðinni á um 10-15 ára tímabili undir lok síðustu aldar, það deilir enginn um það. En á síðustu 10 árum hefur KÓLNAÐ lítillega. Jöklar bregðast seint við hitabreytingum, bæði við kólnun og hlýnun.
2. Tala hættulegra fellibylja hefur EKKI 6 faldast á síðustu 40 árum.
3. Eðlilegar og náttúrulegar sveiflur. Óþarfi að tala um náttúruhamfarir.
4. Virkni sólar er MJÖG breytileg og fundist hafa reglubundnar sveiflur í virkninni. Samkvæmt þeirri reglu ættum við að fara að ganga inn í óvirkara og kaldara tímabil núna, en virknin hefur verið í hámarki óvenju lengi að þessu sinni.
5. Þetta er rangt hjá þér, þessi rök hafa EKKI verið notuð af "alvöru" vísindamönnum, enda þarf þess ekki. Hitamælar eru um alla jörð og í sjónum eru t.d. um 3.000 hitabaujur.
6. Þessari kenningu um Golfstrauminn og ferskvatnið var slegið fram í einhverri ómerkilegri "fræðslumynd", sém afar fáir ef nokkur vísindamaður kvittar undir í dag.
Ein af mörgum klaufalegu (eða viljandi) villum í mynd Al Gore er þetta með 7 metrana. Framleiðendur sjónvarpsefnis sem skreyta sig með "fræðslumyndastimpli" og selja svo afurð sína á markaði, hafa ekki fyrir því að leiðrétta þetta bull vegna þess að svona katastrofa "selur". Al Gore tók hæstu töluna frá IPCC um hugsanlega hækkun sjávar "Sea level rise likely range [26 to 59 cm] (10 to 23 inches)" En svo urðu 23 tommurnar "óvart" 23 fet = 7 metrar. Hlægilegt.
Svo margar staðreyndavillur eru í mynd Gore að myndin hefur verið bönnuð sem kennsluefni í ýmsum skólum.
Að lokum vil ég benda þér á síðu Ágústs H. Bjarnason sem oft fjallar um loftslagsmál af meiri yfirvegun og þekkingu en ég Mjög skemmtilegur bloggari og fjörlegar umræður á síðunni hans.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2008 kl. 08:54
Þessi kafli fjallar um fellibylji: http://www.youtube.com/watch?v=WSsighb7m-0
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2008 kl. 10:36
Ég hef reyndar ekki séð mynd Al Gore en hef mínar upplýsingar frá skýrslum frá loftslagsnefnd sameinuðu þjóðanna. Annars koma þessar upplýsingar um sólina í mjög merkilegri fræðslumynd frá BBC um global dimming. þar kom þessi vandi í ljós með uppgufun sólar þegar að allt flug lá niðri í kjölfar 11. sept. árið 2000. Allt í einu rauk uppgufun upp í þar til gerðum uppgufunarmælum og komust menn að því að hugsanlega væri til annars konar mengun en CO2 sem vinnur á móti virkni CO2.
Þetta með ferskvatnið er mjög lógískt þar sem að það flýtur ofan á því salta þar sem það salta er eðlisþyngra og þar af leiðandi undir ferskvatninu. Blöndun á milli tveggja slíkra massa er afar hægur og þar af leiðandi er mikill bráðnun úr grænlandsjökli líklega að hefta leið golfstraumsins til okkar að einhverju leiti í nánustu framtíð.
Meira seinna vinnan kallar
Pétur Kristinsson, 25.3.2008 kl. 12:56
Kíktu endilega á síðu Ágúst, Pétur. Bara gaman
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.