Í túnfætinum heima, Þúfukoti?

thufukot

Foreldrar mínir eignuðust jörðina Þúfukot í Kjós árið 1963 og við fjölskyldan bjuggum þar um tveggja ára skeið. Af Google-kortinu að dæma, þá var beinafundurinn á þeim slóðum, þó kannski heldur vestar, við Eyri e.t.v. eða Kiðafell. Myndina að ofan fann ég á netinu. Engin tré voru þarna þegar við bjuggum þar. Ég er mikill áhugamaður um skógrækt en mér finnst þessi tré í kringum bæinn ekki gera neitt fyrir bæjarstæðið nema síður sé. Gróðursetning trjáa á ekki alltaf rétt á sér, alls staðar.

 


mbl.is Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Örugglega er nú samt notalegra við bæinn vegna trjánna.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.3.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ég bíst við því, gömul nostalgía kannski eitthvað að trufla mig

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 12:01

3 identicon

Þetta er ekki Þúfukot. Þetta er á leiðinni inn að kirkjustaðnum í sveitinni. Gott ef þetta er ekki við Valdastaði eða Sogn. Það er nú ekki svo langt í kirkjugarð þaðan.

Erlingur (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú, Þetta er Þúfukot Erlingur!

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 13:12

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ljósbrúna húsið er húsið sem við bjuggum í

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 13:13

6 identicon

Já, ljósmyndin á blogginu þínu er vissulega Þúfukot. Ég hef oft borið póst á alla þessa staði. En merkingin á Google-kortinu á mbl.is er annarsstaðar. Þú sérð Meðalfellsvatn og þ.a.l. Meðalfell fyrir neðan staðinn á myndinni, og því er sá staður óumdeilanlega einn þriggja, Grímsstaðir, Valdastaðir eða Sogn.

Erlingur (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 14:22

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þetta er hárrétt hjá þér Erlingur, ég tók feil á kortinu

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband