Hún var athyglisverð túlkun bóndans á bökkum Þjórsár, á áhættumati Landsvirkjunnar vegna fyrirhugaðra virkjunnar. Viðtal var við hann í sjónvarpinu í kvöld. Að hans mati er áhættan á stíflurofi það mikil að hann telur sig ekki getað unað því. Í áhættumatinu frá 18. október sl. segir m.a.
"Við hönnun stíflna og flóðvirkja er m.a. gert ráð fyrir því að þau standist svonefnt þúsund ára flóð með fyllsta öryggi en slíkt flóð er svo stórt að það kemur einungis á þúsund ára fresti að meðaltali. Jafnframt er í hönnuninni gert ráð fyrir að stíflur standist 50% stærra flóð án rofs en þá mögulega með takmörkuðum skemmdum. Einnig miðast hönnunin við stærsta líklega jarðskjálfta á svæðinu án rofs og gert er ráð fyrir að undir stíflum geti myndast sprungur. Þá er gert ráð fyrir gaum- og mælikerfum, viðbragðsáætlunum og öðrum viðvörunaraðgerðum".
"Hönnun stíflnana í Þjórsá miðast við stærsta jarðskjálfta sem búast má við á svæðinu sem og tengdar sprunguhreyfingar. Ekki er þó hægt að útiloka stíflurof en til þess að það eigi sér stað þyrfti til ólíklega atburði, svo sem mikla sprungugliðnun þvert á stífluna eða stórfelld mistök við byggingu hennar. Líkurnar á stíflurofi vegna jarðskjálfta og sprungumyndunar voru metnar sem 1 á móti 10.000 á ári en gengið út frá líkunum 1 á móti 100.000 á ári vegna stórfelldra mistaka í hönnun og rekstri".
Þetta telur bóndinn óviðunandi áhættu. Hann segir að meira að segja Landsvirkjun viðurkenni að áhættan sé fyrir hendi. Er hægt að segja að hann hafi rangt fyrir sér? Nei, ekki frekar en maðurinn sem ákveður að halda sig innandyra vegna hræðslu við að fá loftstein í hausinn.
Áhættumatið má sjá HÉR en Verkfræðistofan VST gerði það fyrir LV.
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 23.3.2008 (breytt 24.3.2008 kl. 01:27) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 946009
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
Athugasemdir
Dulítið merkilegt að það er hvergi minnst á hraunrennsli í þessu hættumati (eftir því sem ek best get séð). Þegar þú, Gunnar, horfir upp til fjallanna beggja vegna Reyðarfjarðar þá eru svona UM 10.000 ár á milli hraunlaganna. Það er "rauða millilagið" (lagið á milli hraunanna) er jarðvegur sem þar safnaðist ofan á hrauninu í UM 10.000 ár að meðaltali. Þjórsjárhraunið sem á upptök sín við Veiðivötn rann fyrir um 9000 árum (og styttist sem sagt í 10.000 ár meðaltalið). Ef sambærilegt gos yrði nú, á sama stað og magnið svipað, hyrfu Vatnsfellsstöð, Sultartangavirkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Sultartangavirkjun, Búrfellsvirkjun og auðvitað nýju virkjanirnar niðri við Urriðafoss á nokkrum klukkustundum. Stíflur, flóðvirki og áhættumat Verkfræðistofunnar VST yrði hraunflóðinu heldur engin fyrirstaða. Rétt til fróðleiks þá standa Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki á þessu sama hrauni. Við höfum verið furðu frökk að byggja á hrauni. Það þarf ekki merkileg eldgos til að þurka út Grindavík eða Þorlákshöfn á einni kvöldstund. Nokkur hluti byggðarinnar í Garðabæ og Hafnarfirði stendur á Búrfelshrauni sem rann fyrir um 7500 árum. Í raun er spurningin ekki hvort, heldur hvenær, hraun mun á ný renna til Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Hætt er við að Hafnfirðingar munu dag einn vakna upp við vondan draum af þeim sökum. Basalthraun eins og Búrfellshraun, Helgadalshraun, Tvíbollahraun og Stórabollahraun renna í upphafi eldgossins með um eða yfir 100 kílómetra hraða á klukkustund. Hraun sem kemur upp í eldgosi um tíu kílómetrum ofan við Hafnarfjörð gæti því náð fyrstu húsunum í bænum á um tíu mínútum.
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 09:17
Við búum auðvitað í einu eldvirkasta landi veraldarinnar og það getur ýmislegt gerst. En þó að gjósi á Veiðivatnasvæðinu, þá er ekki sjálfgefið að gosið verði það stórt að það færi í kaf allt sem þú nefnir.
Það yrði sennilega lítið framkvæmt á Íslandi ef viðkvæðið væri alltaf að "eitthvað gæti gerst". Er ekki u.þ.b. 10 þús.ára gamalt hraun í Elliðaárdal?
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 09:39
Mikið rétt, alls ekki sjálfgefið. En eins og ég sagði "ef sambærilegt gos yrði nú á sama stað" þá... Vissulega var um gríðarlegt eldgos að ræða, magnið 20 til 30 rúmkílómetrar ef ég man rétt. Tvöfalt meira magn en í Skaftáreldum. Auðvitað litlar líkur á þannig gosi. Svo litlar líkur að áfram er haldið að virkja á þessu svæði. Líkurnar urðu þó til þess að Blönduvirkjun var reist, til að eiga eina stóra utan við þetta svæði ... ef ske kynni. Það er að öllum líkindum Leitahraun sem liggur í Elliðaárdal í Reykjavík og Elliðaárbrýrnar standa á. Leitahraun kom upp á vatnaskilum austan Bláfjall fyrir um 5000 árum. Eldvirkni á Reykjanesskaga (sem víðar) er ekki alltaf jafn virk. Þar koma um 700 ára tímabil með mikilli virkni og svo um 700 ára tímabil með engri virkni. Nú er þetta 700 ára hlé brátt að baki. Þá gætu orðið eldar uppi á Reykjanesskaga á nokkurra ára fresti, flestir smáir en sumir stórir.
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 09:50
Hvernig er lífið í Slóveníu Björn? Ég fer einmitt í sumarfríinu á næsta bæ við þig, Króatíu og hlakka mikið til.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 10:10
Lífið er fínt hér í Slóveníu, mjög ólíkt því sem heima er, þankagangur allur á annan veg, jafnt kerfi sem kollar enn mjög smitaðir af kommúnisma sem var (og er) greinilega meira mein en ég hafði áttað mig á. Landið ægifagurt, stutt til ferðalaga í allar áttir, Króatía, Ungverjaland, Austurríki og Ítalía öll í innan við klukkustundar akstursfjarlægð. Hér eru skógar, dýralíf, hellar, strandir, fjöll og dalir í efstu hæðum ... undraveröld. Í dag get ég valið um yfir 20 ævintýralega skíðastaði í innan við klukkustundar akstursfjarlægð. Fyrir náttúrurunnendur og ferðalanga er hér gott að vera. Þá er hægt hér að komast af á litlu. Nauðþurftir ódýrar.
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:26
Finnst alltaf svolítið vafasamt þegar að svona skýrslur eru að koma frá verkfræðistofum sem landsvirkjun er búinn að borga til þess að búa til svona mat. Mætti vera einhver óháður aðili sem gerir svona til þess að búa til pottþétt, hlutlaust mat.
Ég er ekki að draga úr trúverðugleika landsvirkjunar en allir hafa tilhneygingu til þess að ýta undir sinn málstað með einum eða öðrum hætti, jafnvel landsvirkjun. Kannski þyrfti umhverfisráðuneytið að setja á laggirnar einhverskonar rannsóknarnefnd, sem að gæti t.d. unnið í samstarfi við jarðvísindadeild HÍ? Kannski er það akkúrat þessi rök fyrir því að viðkomandi bóndi telur öryggi sitt í hættu.
Pétur Kristinsson, 24.3.2008 kl. 10:35
Er líka sæmilega ódýrt á ferðamannastöðunum? Ég verð í Porec. Við verðum í tvær vikur og ætlum að hafa bílaleigubíl aðra vikuna. Eitthvað sérstakt sem þú mælir með að við skoðum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 10:36
Pétur, samkvæmt lögum um umhverfismat þá ber framkvæmdaaðila að kosta og sjá um matið. Farið er eftir einhverju stöðluðum alþjóðlegum reglum um þetta og svo er eftirlit, og eftirlit með eftirlitinu. Ég held að þetta sé í ágætum farvegi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 10:39
Rétt er það en það myndi nú varla skaða neinn ef að einhver óháður og helst vildi ég sjá annaðhvort aðila úr akademísku umhverfi eða jafnvel jarðfræðimenntaða einstaklinga frá veðurstofunni, margir hæfir menn þar.
Pétur Kristinsson, 24.3.2008 kl. 10:47
Ég held að það sé hægt að kæra einstaka þætti matsins, ef einhver telur að um einhverja vitleysu sé að ræða.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 11:13
Ég held að umhverfismat almennt sé ekki í góðum farvegi. Nánast tilgangslaust. Þó nokkrir náttúrufræðingar sem ráðið hafa sig til að vinna að mati á umhverfisáhrifum hafa hætt eftir fáeina mánuði ... eða verðið látnir hætta ... þegar þeir áttuðu sig ekki á að niðurstaðan skal ávallt vera eins og sá sem borgar (framkvæmdaaðilinn) vill hafa hana. Þarna gildir engin fræðimennska ... tilgangslaust yfirklór með fallegu nafni. Það er hægt að kæra en það skilar engu. Lögin eru fín held ég en framkvæmdin á þessu eins og hún hefur þróast hér á landi er ekki að gera sig. Tilagangslaus að mestu. Þeir eru heldur ekki mikið fyrir umhverfismöt hér í austrinu. Ferðamannastaðirnir í Króatíu eru frekar dýrir sem og helstu ferðamannastaðir í Slóveníu einnig. Vika á bílaleigubíl (og þá vonandi ekki með gistingu í Porec þá vikuna) ... Púla, Opatija, Rijeka, Krk, Rab, (vikan dugar ekki til að fara niður í Split og Dubrovnik en þá gætirðu tekið Sarajevo á leiðinni upp til Zagreb ... en þá þarftu að bæta við viku), Zagreb, Ljubljana, Bled, Bohin (og kláfinn upp á Vogel), Kranjska Gora, Bovec (og kláfinn upp í Kanin), Kobrit, Tolmin, Nova Gorica, Postojna (og inn í hellinn), Piran og þaðan til baka til Porec. Flottur hringur, ævintýraleg vika með dulítið af öllu.
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:05
Takk fyrir þessar upplýsingar Björn.
En varðandi umhverfismat, getur ekki verið þeir sem hafa hætt, hafi ekki sætt sig við að geta ekki hagað rannsóknum og niðurstöðum eftir sínu höfði? Yfirleitt eru þetta hlutlæg möt, mat á staðreyndum. Huglægt mat einstaklinga á lítið erindi í vísindaniðurstöður, eða hvað?
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 15:55
Hlutlægt mat .. huglægt mat ... hvort tveggja verður að nota ... Ferlir (Ómar Smári Ármannsson) benti á verðandi umhverfismat á Suðurstrandarvegi að forleifarannsókni/skráning á vegstæðinu næði yfir innan við 10% af þeim fornleifum þar þar eru (www.ferlir.is). Svarið var einfalt, það voru bara gefnir þrír dagar í rannsaka fornleifarnar. Líklega hefðu 3 ár verið eðlilegra. Í, við og undir því vegstæði eru mikið af friðlystum náttúruminjum en umhverfismatið nær ekki yfir það vegna þess að þær rannsóknir eru dýrar. Menn hafa hætt því þeir geta ekki lagt nafn sitt við þessa vitleysu. Haft metnað í meira og einnig ekki viljað láta stýra sínum niðustöðum. Mörg fög náttúrufræðinngar (eins og til dæmis jarðfræðin) er svona 1/3 raunvísindi og 2/3 hugvísindi. Í umhverfismati þarf að leggja faglegt og fræðilegt mat (bæði hlulægt og huglægt). Vegagerðin ein eyðileggur og afmáir fjöldan allan af friðlýstum náttúrufyrirbærum á hverju einasta ári, m.a. vegna þess að framkvæmdin á umhverfismatinu er ekki að gera sig. Tilgangslaus.
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 16:08
Ég held að það hljóti að vera afar erfitt að rannsaka allt til hlýtar, svona ef ske kynni að eitthvað merkilegt finndist. Ef hins vegar konkret sannanir eru fyrir því að eitthvað merkilegt sé á ferð, þá yrði lögð vinna og kostnaður í það. Þú segir að þarna séu friðlýstar náttúrumynjar. Ef svo er þá er Vegagerðin bundin að lögum um að hrófla ekki við því fyrr en að undangenginni rannsókn, skráningu o.þ.h., svo ég verð nú að draga þetta í efa hjá þér. Ég þekki reyndar ekkert til þessa máls á Suðurlandsveginum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 16:41
Það breytir ekki öllu hvort við erum að tala um Suðurstrandarveg eða aðra vegi sem liggja yfir hraun. Víða blasa við stórmerkilegar minjar, jafnt fornminjar sem náttúruminjar, en vélunum á beitt á það miskunnarlaust og engin rannsókn gerð, engin skráning ekkert. Náttúruvernd á Ísland er að mörgu leyti svo langt á eftir.
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.