Gríðarleg bylting verður í samgöngumálum þarna þegar göngin komast í gagnið. Ég man hvað öllum hlakkaði til hér eystra að Fáskrúðsfjarðargöngin yrðu tilbúin. Ég keyrði þar fyrst í gegn, nokkrum mánuðum áður en þau voru opnuð almennri umferð, þá starfsmaður Vegagerðarinnar. Ég fór inn Fáskrúðsfjarðarmegin á leið heim úr eftirlits og viðhaldsferð sunnan að og þegar ég kom út Reyðarfjarðarmegin þá varð maður eiginlega andaktugur. Sérkennileg lífsreynsla.
Margar gagnrýnisraddir heyrast um þessa framkvæmd. Það er örugglega rétt að það var tiltölulega auðvelt að finna arðbærari framkvæmd í vegamálum, en maður veltir því fyrir sér að ef alltaf væri farið eftir slíkri forgangsröðun, þá er hætt við að sum byggðarlög yrðu algjörlega afskipt í samgöngumálum. Og það er afskaplega þröngsýnt sjónarmið að framkvæmdir af þessu tagi séu bara fyrir Siglfirðinga og Ólafsfirðinga. Þetta er að sjálfsögðu fyrir þjóðina alla. Og ekki gleyma því, að þetta er þrátt fyrir allt, arðbært.
Ekki dónaleg sýn út í Héðinsfjörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Samgöngur | 22.3.2008 (breytt kl. 21:42) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
Athugasemdir
Ég er viss um það Gunnar að eftir nokkra áratugi verður fólk um land allt (höfuðborgarsvæðinu líka) undrandi á því að ekki skuli vera búið að gera mun fleiri jarðgöng hér á landi og hve lengi við vorum að taka við okkur í þessum efnum. Ég fullyrði að jarðgöng eru arðbærustu framkvæmdir sem hægt er að gera hér á landi og skiptir þá engu milli hvaða staða þau eru. Með jarðgöngum er heldur ekki verið að tjalda til einnar nætur. Þetta eru mannvirki sem endast í aldir og eru miklu meira en bara vegur milli tveggja staða.
Haraldur Bjarnason, 22.3.2008 kl. 22:02
100% sammála Haraldur
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.3.2008 kl. 22:06
Héðinsfjörðu eyðilagður sem náttúruperla og það er ekkert pláss á Siglufirði fyrir neina byggð.
Johnny Bravo, 22.3.2008 kl. 23:58
... ég er Ólafsfirðingur og ólst upp þegar nær eingöngu var hægt að fara til og frá staðnum með flóabátnum Drang... Múlavegur og síðar Múlagöng komu síðan, varð þá algjör bylting í samgöngum... auðvita eru þessi 2 göng til Héðinsfjarðar mikil samgöngubót fyrir Fjallabyggð, en ég að vísu hef verið hugsi hvort það hefði verið skynsamlegar að eiga og vernda 1 svona eyðifjörð, sem Héðinsfjörður er til framtíðarinnar... það er erfitt að segja...
Brattur, 23.3.2008 kl. 01:17
Verður ekki Héðinsfjörðu áfram eyðifjörður, bara með bættu aðgengi en ekki fyrir fáa útvalda til að njóta. Ég held nefnilega að hann sé ekki nógu lokkandi til þess að fólk fari að hafa mjög mikið fyrir því til að skoða hann, nema einhverja sérstaka áhugamenn um fjörðinn. Nú fyrst verður hann "þjóðareign"
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2008 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.