Framtíð fæðunnar (The Future of Food) er "fræðslumynd" sem sýnd var í sjónvarpinu í dag. Margt athyglisvert kom fram í þættinum en mér finndist réttara að kalla þáttinn áróðursmynd fyrir lífrænt ræktaðar matvörur. Eingöngu var dregin upp neikvæð mynd af erfðabreyttum matvörum og stórfyrirtækjum í matvælaiðnaði. Ekki gerð nokkur tilraun til að sýna neitt jákvætt sem vísindin hafa áorkað á þessu sviði.
Auk þess voru voru í myndinni rangfærslur og bull, til þess að krydda upp þá hroðalegu framtíðarsýn sem höfundar myndarinnar sjá, ef fram fer sem horfir. Eitt lítið dæmi. Þegar fjallað var um maísrækt í Mexíkó þá var fullyrt að hinar fjölbreyttu tegundir maíss sem fyrirfinnast í Mexíkó, væru í útrýmingarhættu vegna erfðabreytts maís sem flutt var inn frá BNA, og sé nú að erfðamenga upprunalega maísinn. Maísinn frá BNA bar engar merkingar um eðli sitt, sem er auðvitað glæpur í sjálfu sér, en höfundar myndarinnar voru ekkert að hafa fyrir því að greina frá því að Matvælastofnunn Sameinuðuþjóðanna heldur til haga í séstökum frystigeymslum, fræjum af nánast öllum þekktum fræjum af náttúrulegum viltum plöntum, a.m.k. þeim sem notaðar hafa verið til manneldis. Svo allt tal um plöntur í útrýmingarhættu er rangt.
Annað dæmi. Fjallað var um skordýraeitrið DDT Viðvörun Rachel Carsons í Raddir vorsins þagna 1962 við skordýraeitrinu DDT leiddi til banns við notkun þess, svo að milljónir manna í suðrænum löndum hafa látist úr mýrarköldu (malaríu), en DDT er nær hættulaust. Umhverfissamtökum hefur tekist að halda á lofti miklum áróðri gegn efninu, en vissulega hefur eiturefnum verið misbeitt víða. Ekki var minnst orði á nýjustu rannsóknir um þetta efni.
Í þættinum var hvorki minnst á hin hagrænu sjónarmið af notkunn eiturefna né ræktunar erfðabreyttra matvæla, heldur var þvert á móti gefið í skyn að fylgjendur erfðabreyttra matvæla beittu óheiðarlegum áróðri, s.s. að erfðabreytt matvæli gætu útrýmt hungri í heiminum. En samt liðu um 800 miljónir manna matvælaskort í heiminum, sem sannaði að erfðabreyttu matvælin hefðu ekkert að segja í baráttunni gegn hungri. En auðvitað er það þannig, sem einnig kom fram í þættinum, að hungursneið og örbyrgð snýst ekki um hvernig matvæli eru ræktuð, heldur snýst þetta eingöngu um pólitík og hagsmuni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
Athugasemdir
Takk fyrir þennan pistil Gunnar...ég er menntuð sem "laborant" í DK og seinasta árið mit nam ég við Den kongelige landbohohjskole i KBH og vann að sjálfsögðu við genamengi og genasplæsingar....í plöntum. Fólk virðist ekki gera sér neinn mun á gena (erfðabreyttum) plöntum VERSUS vernarefnaspreyjuðum?! Hið fyrrnefna er svo mikið betra fyrir kroppinn, en sjálfsagt er að vera alltaf á verði!!!...ekki spurning!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:51
Takk fyrir innleggið Anna. Já ég er sammála því að við þurfum að vera á verði. En í fræðsluþáttum eiga að koma fram sem flest sjónarmið, finnst mér. Ekki bara frá einni hlið, sem þar að auki málar skrattann á veginn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.3.2008 kl. 21:12
já sammála því, en fólk veit svo voða lítið um genasplæsingar, sem hafa verið stundaðar áratugum saman öllum til heilla (meira eða minna)..en umræðu vantar!...ekki spurning!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.3.2008 kl. 22:07
Mér finnst orðið sorglega algengt að sjá sjónvarpsþætti sem skreyta sig með heimildar eða fræðslustimpli, en eru ekkert annað en ómerkilegar áróðursmyndir. Fræðslu og heimildarmyndir hafa verið mitt uppáhalds sjónvarpsefni. Kannski hefur þetta alltaf verið svona... kannski hef ég breyst
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.