Gallinn við umhverfisverndarsinna

Gallin við umhverfisverndarsinna er að röksemdir þeirra halda sjaldnast vatni. Þeir sem vilja nýta auðlindir okkar á skynsamlegan hátt gætu e.t.v. fagnað því, en ég geri það ekki. Ég vil að umræðan sé á rökréttum nótum frá öllum hliðum.

Ein af röksemdum Landverndar fyrir því að krefjast heildstæðs umhverfismats varðandi Helguvík, var sú umhverfisröskun sem línulagnir til álversins valda. En svo kemur í ljós að Reykjanesbær þarf á nýrri línlögn að halda hvort eð er. Þar með féll sú röksemdarfærsla Landverndar.

Það er ekki hægt að gagnrýna þá skoðun fólks að ekki megi raska umhverfinu, því það er smekksatriði og um smekk verður ekki deilt. En ég deili hins vegar harðlega á aðferðir umhverfisverndarsinna við að reyna að troða smekk sínum upp á annað fólk.

 


mbl.is Engin óvissa vegna orkuöflunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband