Það er afskaplega fróðlegt að skoða heimasíðu http://www.savingiceland.org/ Ég velti því fyrir mér hvort leyfilegt sé að halda hverju sem er fram án þess að standa ábyrgur fyrir því.
Færa má rök fyrir því að ef stór hópur fólks trúir því sem á síðunni er haldið fram, þá geti íslenska þjóðarbúið borið skaða af því. Menn eru dæmdir í háar fjársektir fyrir skrif sín á netinu, er þetta eitthvað öðruvísi?
Hægt er að bera niður á síðunni af handahófi til að benda á rangfærslur og lygar sem þar koma fram. Prófum HÉRNA Þarna er hræðsluáróður og bull á háu stigi vegna jarðskjálftanna við Upptyppinga. Þar segir m.a. "Jökulsá á Fjöllum hosts Europe's most powerful waterfall, Dettifoss. The river runs through the protected canyon of Jökulsárgljúfur National Park and past the magical area of Hljóðaklettar, much loved by tourists. All this is now threatened by the man-made eruption."
Ég mæli með því að einhver lögfróður einstaklingur skoði það, hvað sé leyfilegt og hvað ekki í þessum efnum. Þarna erum við ekki að tala um málfrelsi eða frelsi til að hafa skoðanir. Þarna erum við að tala um meiðandi lygaáróður gagnvart Landsvirkjun og þar með íslensku þjóðinni.
Reistu táknræna stíflu við Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 14.3.2008 (breytt kl. 17:52) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Eitthvað gott ég hélt að þarna væri, ljóð frá 16. október 2018.
- Þú bíður (allavegana) eftir mér
- Raunvextir í Bretlandi á svipuðu róli og á Íslandi
- Ríkið hatar okkur
- Skellibjalla bullar
- Bændur munu spreyja Starmer með haugsugum í nánustu framtíð
- Snörp lægð
- Hvað gerir Trump núna?
- Vaxtavitleysa
- Fjörugt samkvæmislíf, ruggustóll í bið og kosningaráð
Athugasemdir
Veit það nú ekki, netið er á gráu svæði hvað varðar áróður og lygar, þrátt fyrir að dómur hafi fallið í blogg-meiðyrða-máli þá ku það vera tæpt að brotið sé á íslensku þjóðinni með svona tali.
Gunnsteinn Þórisson, 14.3.2008 kl. 21:58
Ég er kannski að hafa meiri áhyggjur en ástæða er til. Staðreyndin er auðvitað sú að þeir sem aðhyllast þær skoðanir sem fram koma á síðunni, tilheyra afar háværum minnihlutahópi en raunveruleg áhrif eru e.t.v. lítil sem engin.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 22:23
Gunnar: er það ekki undarlegt hvað fólk sem hefur öfgafullar og óraunsæislegar skoðanir hefur mikla tjáningarþörf, ef tilgangurinn er að fæla ferðamenn frá landinu þá er um hryðjuverk að ræða, ef tilgangurinn er að vermda hljóðakletta er þá ekki best að stífla Jöklu til að hún éti ekki hljóðakletta. Ásbirgi er eitt af því sem jökla mun renna í og fylla upp ef hún fær að renna eins og hún vill, við getum beitt tækninni og breitt því ef vilji er fyrir hendi, sennilega er þetta fólk á móti því að bændur reyni að hefta fok á sandi sem mun ef ekki er eitthvað að gert fylla Dimmuborgir, og nei blessaður vertu ekki að hafa áhyggjur af því að segja þína skoðun, svona rugludallar eru ekkert annað en fólk sem er illa haldið af athygliskorti sem brytist í fávisku þess á staðreyndum og þekkingarleysi á nátúrunni yfirleitt.
Magnús Jónsson, 14.3.2008 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.