Þetta lógó er frá Saving Iceland hópnum. Skemmtileg mótsögn í því vegna þess að sá félagsskapur beitir glæpsamlegum aðferðum og blekkingum við að reyna að fá almenning á sveif með sér.
Landvernd lét Þorstein Siglaugsson rekstrarráðgjafa og hagfræðing gera fyrir sig arðsemismat á framkvæmdinni við Kárahnjúka og skýrsla hans var vistuð lengi á heimasíðu Landverndar en virðist horfin þaðan núna. Sem er ekki skrýtið, því leitun er að vitlausara plaggi og ég var búinn að spá því að skýrslan yrði látin hverfa þegar sannleikurinn um rangfærslurnar kæmi í ljós. En svo rakst ég á hana, á ensku!, á heimasíðu Saving Iceland hópsins. Í skýrslu Þorsteins segir m.a.
"Looking at the exponential long-term price trend a realistic estimate might be a price of $1350/ton in 2008, falling by approximately 1,1% annually after that".
Þarna eru forsendur Þorsteins svart á hvítu, fyrir tapinu á Kárahnjúkavirkjun. Áltonnið er nú 3.120 $ og munar því "ekki nema" 140% sem raunverulegt álverð er hærra en í þeim forsendum sem Þorsteinn gefur sér.. Hvað er það á milli vina?
HÉR er heimasíða Saving Iceland og það er sorglegt til þess að vita, ef hún hefur áhrif á grandalausa einstaklinga. Á síðunni er fullyrt að Alcoa hafi með blekkingum fengið íbúa á Reyðarfirði í lið með sér og því til sönnunar birta þeir þessa mynd af vinkonu minni, brosandi með bílnúmeraspjald. Ætli forsvarsmenn síðunnar hafi spurt konuna hvort þeir mættu nota myndina í þessum tilgangi?
Vinnubrögð andstæðinga framkvæmdanna fyrir austan voru ömurleg og framkvæmdaaðilar í Helguvík geta farið að búa sig undir leiðindi af þessu tagi. Ég óska Suðurnesjabúum velfarnaðar í baráttunni sem framundan er.
Ps. Smá viðbót. Þegar Þorsteini Siglaugssyni hafði verið bent á ýmsar villur í forsendum sínum í arðsemisútreikningum sínum fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands, þá koma hann með "endurskoðað" arðsemismat stuttu síðar.
Almennar forsendur Þorsteins - Breytingar | Grunn-forsendur: | Endur-skoðað |
Stofnkostnaður: milljarðar króna á núverandi gengi. | 107 | 107 |
Líftími: ár | 60 | 60 |
Heildarorkugeta virkjunar: Gwst./ár. | 4890 | 5500 |
Ávöxtunarkrafa lánsfjár: að raungildi. | 6,87-9,96% | 13,64% |
Ávöxtunarkrafa hlutafjár: að raungildi. | 4,07-4,67% | 7,32% |
Orkuverð við upphaf fjárfestingartímabils: kr./kwst. | 1,5-2 | 2 |
Þróun orkuverðs: árleg lækkun í samræmi við þróun álverðs | 1,00% | 2,00% |
Rekstrarkostnaður: milljónir/ár | 1500 | 800 |
Tap milljarðar kr að núvirði | 22-50 | 16-27 |
Ef Þorsteinn hefði haldið sig við 1% verðlækkun á rafmagni eins og hann upphaflega gerði ráð fyrir, þá hefði virkjunin verið hagkvæm. Svo virðist sem Þorsteinn breyti forsendum eftir þörfum, til þess eins að fá óhagkvæma niðurstöðu.
Framkvæmdir hafnar í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 14.3.2008 (breytt kl. 18:32) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll, Áltonnið er nú 3.120 $
Rauða Ljónið, 14.3.2008 kl. 11:24
Takk fyrir leiðréttinguna Sigurjón. ég breyti þessu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 11:32
Nákvæmlega. Þessi samtök eru ekki trúverðug og þessir mótmælendur voru oftar en ekki að brjóta lög í ósvífnri baráttu sinni. Við suðurnesjamenn tökum vel á móti þeim, það eru til kaffihús þar sem þetta lið getur sötrað sitt latté en um leið og þau brjóta lög er stutt á flugvöllinn og úr landi með þau þá!
Örvar Þór Kristjánsson, 14.3.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.