Mér finnst Biggi í Maus orða þetta mjög vel: [Bubbi] hefur aldrei verið leiðandi afl. Hann er eins og svampur sem sýgur umhverfi sitt inn og mótar sig og skoðanir sínar eftir því hvað er í gangi hverju sinni".
Og nú bætir Bubbi um betur og gerir hroðalega slappa útgáfu af sjónvarpsþætti (American Idol - Rockstar Supernova) Og ekki eru meðdómendur hans skárri, það er ekki eins og það leki af þeim áhuginn í hlutverkum sínum. En þeim er kannski vorkunn því keppendurnir eru í slakari kantinum. Þetta minnir á söngvarakeppni í fámennum og afskektum héraðsskóla.
Þegar Siggi Lauf datt út þá sárnaði honum eitthvað ummæli Bubba um að hann ætti heima í grafhýsi frægðarinnar. Siggi þessi samdi þá lag tileinkað Bubba http://www.bylgjan.is/?PageID=1091&NewsID=3195
Hrikalega misheppnað
Bubbi og Biggi í hár saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
- Flokkur fólksins
- Að tapa sigrinum
- Namibía: hvenær koma Íslendingarnir aftur?
- Húsnæðisáætlanir sem gleyma fólkinu
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
Athugasemdir
Það má ekki taka það af Bubba að hann hefur verið leiðandi afl.........
Einar Bragi Bragason., 11.3.2008 kl. 11:31
Ég myndi frekar orða það "áberandi afl", og merkilegur partur af íslenskri dægurlagamenningu, ekki spurning
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2008 kl. 11:57
Bubbi er að lenda í svipuðum pílagrímsturni og Presley lifði í síðustu árin, nema að Presley varð aldrei svona rosalega fúll og skapillur, þótt hann ætti erfitt með að taka neikvæðri gagnrýni.
Stefán (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:23
Langaði að benda á studio útgáfu af laginu Grafhýsi Fægðarinnar
Steindór (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:10
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365631/1
Bubbi í Kastljósinu í kvöld
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2008 kl. 23:01
Góðan daginn Gunnar.
Hugh, þetta er fyrsta færslan sem ég sé um Bubba og ég bara stökk á það að fá að rasa svolítið út. Ég hef nefnilega aldreri verið hrifinn af Bubba og hef frekar fundist hann hundleiðinlegur frekar en eitthvert leiðandi afl í íslenskum tónlistarheimi. Hann talaði um að Ísbjarnarblús hefði verið bylting í íslenskum tónlistarheimi. Ég hef sem verkamaður og sjómaður aldrei heyrt annað eins bull. Ég hef aldrei vitað til þess að "Stál og hnífur" væri merki mitt hvað þá annarra vinnandi stétta. Nei þarna var í fyrsta skitpi sögunnar á íslandi komið með hentugleika frasa. Frasa sem hugsanlega gæti slegið í gegn hjá íslensku fisverkafólki. Og þessi maður hefur ekki linnt látum síðan og hættir sjálfsagt ekki með sína slepjulegu rödd að gera manni leitt í skapi. Og ég er sammála þér um flest annað sem þú getur fundið honum til forráttu.:)
Bestu kveðjur Baldvin
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 08:53
Hehe við erumsammála þarna Baldvin. Reyndar finnst mér samt Bubbi syngja sum lög ágætlega og hann hefur samið mörg grípandi lög, en einnig mörg alveg skelfilega slöpp og leiðinleg. Og textarnir hans eru alveg kabút.
Eitt sinn sagði við mig enskur hljóðfæraleikari sem býr á Íslandi, þegar hann komst yfir hálfrar aldar gamlar upptökur frá frægum sænskum þjóðlagasöngvara, " Nú veit ég hvaðan Bubbi stelur lögunum sínum".
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 09:41
Er þetta ekki grín? Bubbi er þrælgóður og syngur um það sem er að gerast hverju sinni, það er auðvelt að segja hitt og þetta og horfa bara gegnum rörið í áttina að álverinu sem bara lítil hópur styður og enn færri njóta góðs af nema þá fjárfestar í ameríku, hefur þú átt plötu með Bubba?
Ævar Oddur Ævarsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:23
Svona aðeins til að svara síðasta ræðumanni. Já ég hef átt plötu með Bubba og einvherra hluta vegna hef ég ekki komist hjá því að heyra í honum í útvarpinu en sem betur fer hefur það minnkað síðastliðið ár hjá Rás2 að bjóða uppá Bubba og er ég ævinlega þakklátur þeim. Og þú ert greinilega sama týpa og Bubbi getur ekk haldið þig við málefni heldur þarft að grípa til einhverra frasa sem eiga ekkert skilt við málefnið.
Góða helgi og bestu kveðjur Baldvin
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 01:07
kemur þetta ekki frá manni sem segist vera sammála öllu sem öðrum finnst
og það án þess að hafa heyrt það sjálfur, en sammála er ég um að sannleikurinn um álverið er sár, Bjarni tryggva er liklega þinn uppáhalds
tónlistarmaður
Ævar Oddur Ævarsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.