Tæpur mánuður í lóuna

Picture of Winter Trees

Fegurð vetrarins getur verið tilkomumikil en ég neita því ekki að ég er farinn að svipast um eftir vorinu, enda ekki nema tæpur mánuður í að lóan fari að láta sjá sig.

Þessi mynd er frá Alaska og sýnir greniskóg. Karaktereinkenni grenitegunda segir okkur hvernig veðurfarsleg skilyrði eru í heimkynnum þeirra. Blágreni sem eru tiltölulega mjó miðað við hæð, koma frá snjóþungum svæðum. Breiðvaxnari tegundir, líkt og sitkagreni sem verður u.þ.b. jafn breitt og það verður hátt, er frá samnefndu héraði í Alaska. Vaxtarlag þess segir okkur að það sé frekar snjólétt í Sitka.

Sitkagreni hentar engan veginn í heimilisgarða vegna fyrirferðar þess. Margar aðrar tegundir henta betur s.s. blágreni, sem plumar sig ágætlega á Íslandi. Mildir vetur er helsti óvinur blágrenis. Sitkagreni er hraðvaxnasta grenitegundin hér og getur ársvöxtur slagað hátt í meter í góðum sumrum. Stærstu sitkagreni á Íslandi eru í Elliðaárdalnum, rétt austan og ofan við rafstöðina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband