Sometimes in April

Eitthvað heyrði ég um það þegar Dirie var hér á landi, að hún ætti við áfengisvanda að stríða. Verið m.a. áberandi drukkin þegar hún áritaði bók sína. Kannski er þessi veikleiki hennar skýringin á hvarfi hennar.

Ég var að horfa á kvikmyndina Sometimes in April sem fjallar um þjóðarmorðin í Rúanda 1994. Mjög áhrifarík mynd sem fær mann til að hugsa hve vandamál okkar Íslendinga eru fá og smá í samanburði við það helvíti sem þarna átti sér stað.

Það mætti setja þessa mynd og fleiri slíkar inn í námsskrá framhaldsskólanema og láta þá gera ritgerð um efnið. Einnig bókmenntir sem fjalla um mannréttindabrot, þ.m.t. umskurð kvenna sem Waris Dirie hefur barist gegn undanfarin ár.

 


mbl.is Waris Dirie hvarf í þrjá daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

 

Heidi Strand, 10.3.2008 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband