Athyglisverð hugmynd að Sundabraut

bilde

Ég sá þessa athyglisverðu hugmynd að Sundabraut á Vísi.is.

Ríflega 160 hektarar byggingarlands yrði að veruleika ef Sundabraut yrði lögð út í Viðey og þaðan út í Geldingarnes. Verðmæti landsins er svipað og verðmæti byggingalands í Vatnsmýrinni.

Ég þykist þó nokkuð viss um að einhverjir umhverfisverndarsinnar setji sig upp á móti þessu. Viðey hlýtur að vera einstök náttúruperla sem hvergi á sinn líka í veröldinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég skal vera fyrstur, en mér finnst Viðey vera einstök náttúruperla, og á vissulega hvergi sinn líka í veröldinni. Höldum henni óbyggðri.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.3.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Það þarf ekki að brúa úr Gufunesi út í Viðey það er grunnt alla leið, vegur á fyllingu myndi duga, en það er allt annar handleggur frá Laugarnesi út í Viðey sér í lagi vegna rándýrra hafnarmannvirkja sem eru fyrir í Sundahöfnum, skip sem þangað fara þurfa allt að 12 metra dýpi og eru á hæð við 8 til 12 hæða blokk, svo jarðgöng eru eina leiðin þar. Viðey er hvorki óspilt né náttúruperla og löngu tímabært að byggja á henni.

Magnús Jónsson, 8.3.2008 kl. 21:56

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Miðað við þessa útfærslu þá sýnist mér að gert sé ráð fyrir því að siglingaleiðin að Sundahöfn sé milli Gufuness og Viðeyjar.... ef ég skil þetta rétt

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 22:13

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Ef svo er þá þarf að grafa alveg gríðarlegan skurð þar sem dýpi er ekki mikið,  er um 5 til 6 metrar alla leiðina milli Gufunes og Viðeyjar, en það er ekkert nýtt við það að men útali sig fyrst um hugmyndir sínar og skoði staðreyndir síðar, eins og er greinilega gert í sessu tilfelli. 

Það dapurlega við allt þetta tal um aðrar leiðir er að þær tefja bara nauðsynlega framkvæmd um ár ef ekki áratugi engum til gagns, það er eins og men geti alls ekki komið því í gegnum hausinn á sér að þó að brúað sé núna það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að grafa göng síðar.

Magnús Jónsson, 8.3.2008 kl. 23:22

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Alltaf er ég jafn góður í stafsetningunni :Sessu tilfelli: Þessu var meiningin hehehe.

Magnús Jónsson, 9.3.2008 kl. 00:09

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

hehe ég er ekkert viðkvæmur fyrir einhverju stafarugli eða stafsetningu yfir höfuð. Það er innihald þess sem menn hafa að segja sem skiptir máli, ekki satt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2008 kl. 00:38

8 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Já hvers vegna ekki að reyna að nýta þessar eyjar sem eru í túnfætinum, það gera aðrar þjóðir og höfuðborgir sem menn vilja bera sig við.  Mikið eðlilegra að byggja þar sem ekkert er fyrir, en að byrja á því að flytja einhvað í burtu, eins og td. flugvöll, áður en hægt er að fara að byggja.  Það er i daglegu tali kallað tvíverknaður.

En göng, brú eða tunnel, skiptir engu.  Vegtenging úr Vatnsmýrinni fyrir 20þúsund manns mun kosta nálægt 100 milljörðum eftir því sem samgönguráðherra segir.

Sigurður Jón Hreinsson, 10.3.2008 kl. 22:39

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Sigurður

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband