Árið 2003 þegar bylgja mótmæla gekk yfir vegna Kárahnjúka og álvers í Reyðarfirði þá kallaði Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður Sambands Ísl. Sveitarfélaga eftir þeim hugmyndum og tækifærum sem virkjunarandstæðingar sögðust sjá í atvinnusköpun á austfjörðum annari en í stóriðju. Náttúruverndarsinnar fullyrtu það að þeir gætu skapað 700 störf ef það yrði hætt við virkjun og álver á Reyðarfirði. ( Störfin eru reyndar um 930 í beinum tengslum við álverið auk fjölmargra afleiddra óbeinna starfa)
Viðbrögðin við ákalli Halldórs voru mjög góð. Yfir 50 manns hringdu vestur. Halldór var þá spurður í sjónvarpsviðtali; "En hefur eitthvað gerst?"...örstutt þögn hjá Halldóri...neiiii, svo færðist bros yfir andlit hans og hann bætti við... það hefur ekkert gerst.
Umhverfisverndarsinnar hafa náð ágætum árangri í að mótmæla. En þeir hafa ekki náð neinum árangri í öðru. Þetta fólk sem mótmælti fyrir austan, það kom ekkert vestur með nein úrræði í atvinnusköpun þar.
Fyrir tæpu ári síðan bloggaði ég um þær breytingar sem orðið höfðu á Reyðarfirði frá því að álversframkvæmdir hófust. Það blogg má sjá HÉR með slatta af myndum.
Bloggarar taka sig saman og vilja bjarga Vestfjörðum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 946104
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump, Grænland og Viðreisnarógæfa Íslands
- Hvað næst?
- Vinaþjóðir eiga í hlut
- Bæn dagsins...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- Evrópa í stríð við Bandaríkin, fara Bandaríkin í BRICS-sambandið? Evrópsk jafnarhyggja dauð?
- Víkur kuldinn?
- Óreiðuskoðanaröskun dagsins - 20250108
- Bæn dagsins...
- Fordæða fjölmenningarinnar
Athugasemdir
Hvaða áhrif hefur álverið haft á önnur byggðarlög fyrir austan, eins og til dæmis Mjóafjörð og Raufarhöfn og fleiri?
Ársæll Níelsson, 7.3.2008 kl. 17:57
Akkúrat engin, ekki frekar en álver í Hvalfirði hefur áhrif á Snæfellsnesi, enda var það vitað fyrirfram.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 18:50
Sæll , Gunnar smá upplýsingar, um atvinnusköpun.
Það sem mér finnst verst í þessari umræðu er þegar fólk dæmir blint fer rangt með staðreyndir og blekkir og skoðar máli ekki í réttum farvegi og gagnrýna svo.
Fróðleikur um losun Co2 og áhrif þess á umhverfið.
Um 80% af þeirri orku sem er nú notuð í heiminum kemur frá jarðeldsneyti úr jörðu.
Ættum við virkilega að þurfa að rækta skóg í ofan á þennan sparnað? Getur einhver annað ríki sparað mannkyninu 5-falda núverandi losun sína? Við verðum að muna að það er heimslosunin ein sem skiptir máli fyrir gróðurhúsaáhrifin. Ekki hvar í heiminum hún á sér stað. En þetta er í sjálfu sér ekki gegn því að rækta skóg á Íslandi!
Ísland getur ekki orðið leiðandi í áliðnaði heimsins. Árið 2005 var álframleiðsla á Íslandi 272,5 þúsund tonn (kílótonn, kt.) og heildarframleiðsla í löndum innan Alþjóðaálstofnunarinnar (IAI; International Aluminium Institute) 23.463 kt.
Hlutur Íslands var þannig 1,2% af heildarframleiðslu áls innan IAI. Heimsframleiðslan af áli var hinsvegar í kringum 30.000 kt. eða meira (Kína er t.d. utan IAI), þannig að hlutur Íslands í henni hefur verið um 0,9%.
Almannahagsmunir eru að virkja vatnsorku og jarðhita til raforkuvinnslu. Þeir hagsmunir eru nú ríkari en nokkru sinni fyrr í heimi sem fær 80% orku sinnar úr jarðefnaeldsneyti og er ógnað af gróðurhúsaáhrifunum. Það eru sameiginlegir hagsmunir Heimsbyggðarinnar og almennings á Íslandi.
Þetta kemur greinilega fram bæði í Stern-skýrslunni og IPCC-skýrslunni og svo öðrum skýrslum og viðurkenndum rannsóknum sem lúta að sparnaði á CO2.
Það hljóta allir skynsamir menn að sjá.
Skynsömum mönnum getur skjátlast en þeir viðurkenna mistök sín ef þeim skjátlaðist, ef þeir eru skynsamir. Ég vona að umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra og þingmenn séu allir skynsamir menn og vinni þjóð sinni og heimsbyggðinni til heilla og skoða málin án þessa að láta einkapólitísk sjónarmið og pólitíska hugsun ráða ferðinni og fari að skoða umhverfismál á hnattranavísu ekki pólitíska eins og VG og Samfylkingin hafa gert hingað til og þar með ekki hugsað að verndun andrúmsloftsins heldur frekar unnið gegn henni, Ísland er ekki eyland í umhverfismálum.
Hér er á ferðinni svokallað Marteins Mosdal heilkenni.
Yfir 40% af verðmætum Áls er talið verða eftir í landinu og skilar því umtalsverðu fjármagni til þjóðarbúsins. Áliðnaður á Íslandi sem atvinnugrein hefur um 40 ára skeið verið en stærsta lyftistöng í atvinnumálum lands og þjóðar og Hafnfirðinga. Áliðnaðurinn hefur skilað inn í þjóðarbúið gríðarlegum verðmætum ekki bara í gjaldeyri og sköttum heldur einnig í þekkingu, hugbúnaði og vísindum. Orkugeirinn hefur blómstrað í kjölfar álbyltingarinnar á Íslandi. Virkjanir hafa verið reistar, orka jökulfljóta beisluð sem og orka jarðvarma.
Þegar álverið í Straumsvíka tók til starfa árið 1969 var ekki bjart yfir Hafnarfirði og Hafnfirðingum né þjóðarbúinu öllu í atvinnumálum. Síldaraflinn hafði dregist saman úr 770.689 þúsund tonnum árið 1966 niður í 56.689 tonn árið 1969. Ekki var betra ástand með þorskaflann, en hann hafði hrunið úr 311 þúsund tonnum frá árinu 1960 niður í 210 þúsund tonn 1967.
Þegar samningurinn um Alusuisse með einungis eins atkvæðis meirihluta var samþykktur vildu andstæðingar atvinnuuppbyggingar, þ.e. kommúnistar nú VG frekar sjá gaffalbita verksmiðju rísa þó svo að síldarstofninn væri hruninn Það er sorglegt til þess að hugsa að síðan hefur hagfræði þeirra ekki breytts.
Þúsundir landsmanna flúðu land til að leita lífsviðurværis til annara landa s.s. Ástralíu, Bandaríkjanna og Norðurlandanna. Nú er öldin önnur því áliðnaðurinn á Íslandi er atvinnuvegur sem hefur verið undirstaða og sóknarfæri fyrir aðrar atvinnugreinar. Þær atvinnugreinar t.d. verktakafyrirtæki og vélaverkstæði hafa sprottið upp í skjóli aukinna tækifæra í góðærinu undanfarin ár. Nú er svo komið að þúsundir erlendra manna og kvenna hefur flutt til Íslands til að afla sér lífsviðurværis. Sá sem hér skrifar spyr, hver var svo undirstaðan ?
Ekki var það Gaffalbita verksmiðja vinstrimanna sem aldrei reis né neitt annað sem þeir lögðu til.
Menn geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd hversu stóran þátt uppbyggingin í Straumsvík átti í atvinnubyltingunni á Íslandi og þá nýju stefnu sem mörkuð var með henni í atvinnubyggingunni á Íslandi.
Menntun landsmanna hefur aukist í skjóli aukinna tækifæra vegna þeirra ruðningsáhrifa sem þessi nýja atvinnugrein hefur haft í för með sér undanfarin 40 ár af þeirri einföldu ástæðu að tækifærin fyrir háskólamenntaða eru fleiri, t.d. verk- og tæknifræðingar ISAL.
Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.
UM 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.
Hvar skyldi allur þessi hópur 22.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.
Að þessu sögðu er nær að horfa á þann góða árangur sem náðst hefur á Íslandi í umhverfismálum og orkumálum þar sem Íslendingar eru fremstir þjóða heimsins í t.d. vistvænni orku. ISAL hefur einnig náð ótrúlega góðum árangri í umhverfismálum sem um er rætt í áliðnaðinum á heimsvísu. Óþarfi er að tala endalaust í dylgjutón gagnvart áliðnaði á Íslandi. Íslendingar sitja ekki upp með einhver mengandi álver eins og sagt var í síðdegisútvarpi Rásar 2 þann 26.feb sl., heldur á þjóðin mjög fullkomin hátækniiðnfyrirtæki sem skila gríðarlegum arði inn í þjóðarbúið og þeim sem þar vinna hærri launum en bjóðast á almennum vinnumarkaði.
Rauða Ljónið, 7.3.2008 kl. 19:48
Já mér finnst þetta "Einhvað-annað-heilkenni" vera ansi leiðinlegt. Ég leyfi mér því að vonast eftir alvöru tillögum frá þessum hópi. Hugmyndir eins og að tína fjallagrös og krækiber flokka ég ekki sem alvörutillögur, enda flokkast slík störf seint til heilsársstarfa.
Sigurður Jón Hreinsson, 7.3.2008 kl. 19:55
Leyfum fólkinu sem býr þarna að ráða....í undirbúningshóp he he Vopnfirðingur og ein frá Sandgerði ...halló
Einar Bragi Bragason., 8.3.2008 kl. 00:08
Takk fyrir fróðleikinn Sigurjón.
Allar hugmyndir eru auðvitað vel þegnar í atvinnusköpun þarna en þær verða þá líka að vera raunhæfar og að sjálfsögðu á ekki að gera þarna dramatískar aðgerðir líkt og líuhreinsunarstöð nema með vilja fólksins þarna á svæðinu. Ég er hins vegar andsnúinn tilraunum öfga náttúruverndarsinna til þess að eyðileggja umræðunni með bulli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.