Hvernig væri ástandið....?

Steingrímur J. Sigfússon. Hvernig væri ástandið búið að vera undanfarin ár ef Steingrímur J. hefðið fengið að ráða? Atvinnuleysi, lítill hagvöxtur, miklu minni kaupmáttur, fólksflótti af landinu, verkföll.

Marg ítrekað hefur verið talað um að stjórnmálamenn þurfi að sýna ábyrgð þegar rætt er um banka og  fjármálakerfið. Það hefur verið bent á það að ábyrgðarlaust tal stjórnarandstæðinga geti virkað sem olía á þær glæður sem kraumað hafa í þeim vanda sem fyrirtækin standa frammi fyrir. Og nú þegar vandinn er orðinn enn áþreifanlegri en hann var og reyndar annars eðlis í dag en fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar Ingibjörg Sólrún, þá stjórnarandstæðingur, sætti lagi og hélt hún væri að koma höggi á ríkisstjórnina, þá er enn mikilvægara að sýna styllingu og gæta orða sinna. En hvað segir þá föðurlandsvinurinn Steingrímur J. Sigfússon?

"En nú er þetta allt orðið að ímyndunarvanda og erlendir greingarmenn álitnir misvitrir svo ekki sé talað um Danina blessuðu".

Það er nógu erfitt að fást við þessa alþjóðlegu fjármálakrísu svo ekki þurfi að fást við gasprandi stjórnarandstæðing eins og Steingrím. Það er full ástæða til að stjórnvöld leggi bönkunum lið í að vinda ofan af þeirri rógsherferð sem bankar í samkeppni við íslensku bankana halda úti.

Þegar Landsbankinn var í ríkiseigu þá hafði rekstrarafkoma hans staðið á núlli sl. 50 ár og skilað sáralitlu til þjóðarbúsins. Steingrímur og félagar hans klifa stöðugt á því að ríkisbankarnir hafi verið seldir undir markaðsvirði þó óháðir erlendir aðilar hafi afsannað það. Fyrirtæki í fjármálageiranum eru verðmetin með því að skoða rekstrarafkomu þeirra x-mörg ár aftur í tímann. Sá verðmiði sem fannst við það var einfaldlega ekki hærri á þeim tíma. Í dag er annað upp á teningnum og bankarnir hafa nú þegar skilað til ríkissjóðs mun hærri upphæðum en þeir voru seldir fyrir. Bankarnir eru því miklu verðmætari fyrir íslensku þjóðina en þeir voru nokkurn tíma áður og þess vegna er mjög mikilvægt að stjórnmálamenn tali ekki þessi verðmæti niður í samvinnu við erlenda samkeppnisaðila, heldur styðji þá og styrki í þeim ólgusjó sem nú er fyrirsjánlegur. Þá er ég auðvitað ekki að tala um fjárframlög til bankanna úr ríkissjóði heldur að sýna þeim móralskan stuðning bæði innanlands og utan. Með því erum við að gæta hagsmuna þjóðarbúsins, það er augljóst.

Hins vegar er ekki hægt að neita því að flottræfilsháttur stjórnenda bankanna sem almenningur hefur orðið vitni að undanfarin misseri, hleypir auðvitað illu blóði í fólk og í raun merkilegt að hluthafar fyrirtækjana skuli hafa látið þetta líðast. Ekki það að bruðlið í þeim í veisluhöldum og slíku, skipti sköpum í tilveru fyrirtækjanna en stjórnendurnir hafa vonandi lært sína lexíu, þeim veitir ekki af "gúddvilli" almennings.


mbl.is Steingrímur J.: Dældu olíu á verðbólgubálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á sínum tíma varaði Steingrímur Jóhann við ýmsum vandræðum sem við erum núna að horfa upp á: ógnarvexti Seðlabanks og hrapandi gengi krónunnar. Nú má auk þess reikna með vaxandi dýrtíð. Allt er þetta afleiðing vegna þessarar arfavitlausu fjárfestingar og framkvæmda eystra. Ekki hafa þær komið í veg fyrir fólksflótta þó vonir væru bundnar að stöðva mætti fólksflóttann. Nú eru það þeir sem flytja suður sem vilja flýja þessa varhugaverðu stóriðju og vilja gjarnan finna sér eitthvað þarflegra að gera en að starfa í menguninni og óhollustunni. Það er mjög skiljanlegt.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2008 kl. 13:55

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú er greinilega ekki jarðtengdur og hefur látið lygaáróður umhverfissinna rugla þig í ríminu.

Það hefur alltaf verið ljóst að framkvæmdir af þessari stærðargráðu bjóða ákveðnum vaxtaverkjum heim en þetta er þó ekki stærsta framkvæmd í sögu þjóðarinnar miðað við stærð hagkerfisins. Búrfellsvirkjun var stærsta framkvæmdin. En það var svo margt annað sem spilaði inn í og þá sérstaklega innkoma bankanna í húsnæðislánakerfið, en við það var um 1.400 milj. spýtt út í hagkerfið og allt of stór hluti þess fjármagns fór í neyslufyllerí þjóðarinnar þegar fólk endurfjármagnaði gömul lán.

Hrapandi gengi segirðu. Það er nú það sem útflutningsgreinarnar hafa verið að kalla eftir svo það er ekki al slæmt.

Fólksflótti?? Hvar er hann?

"Nú eru það þeir sem flytja suður sem vilja flýja þessa varhugaverðu stóriðju og vilja gjarnan finna sér eitthvað þarflegra að gera en að starfa í menguninni og óhollustunni. Það er mjög skiljanlegt".

Afhverju kynnirðu þér ekki málið áður en þú heldur svona vitleysu fram?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Húsnæðislánainnspýtingin í hagkerfið var 7 sinnum meiri en framkvæmdirnar við Kárahnjúka og álverið í Reyðarfirði samanlagt. Og það voru fleiri erlendir verkamenn að vinna í þenslunni í Reykjavík en eystra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband