Í byrjun vikunnar hófst vinna við gerð nýs vegar um Hólmaháls. Vegurinn verður 5,1 km. langur og 7,5 metrar á breidd og liggur u.þ.b. 60 metrum lægra yfir hálsinn en sá eldri. Það er verktakafyrirtækið Suðurverk sem annast verkið, en þeir buðu tæpar 270 milljónir kr. í framkvæmdina, sem er 67,7% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Verkinu á að verða að fullu lokið 1. októtóber 2009.
Á myndinni hér að ofan sést grafa komin á full swing fyrir ofan hina kostugu og landsfrægu kirkjujörð forðum, Hólma. Fjær hægra megin á myndinni sést álver Alcoa. Fimm km. enn innar í firðinum og í hvarfi frá álverinu er svo Reyðarfjörður sem áður hét Búðareyri, en nafninu var formlega breytt á áttunda áratug síðustu aldar. Grafan er heldur nær Eskifirði en Reyðarfirði, en 15 km. eru á milli staðanna.
Reiknað er með að umferð verði hleypt á hluta vegarins strax í haust, þ.e. þann hluta sem er brattastur og efiðastur í dag og það verður gríðarlega gott að losna við þann kafla.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Jólaútsynningur
- Jólasaga úr bernsku minni
- Trump vekur upp andvana hugmynd um kaup á Grænlandi
- 3235 - Ný ríkisstjórn
- Vill þjóð í friðargöngu ganga í herveldi?
- Á miðri vertíð?
- Fréttirnar eru leiðinlegar, hlustum á tónlist
- Barnalæknir eða sölumaður lyfjafyrirtækja? - Fyrri hluti
- Djúpfærsla fyrir ofurgrallara
- Skaðræði ríkisstjórnarinnar er hafið
Athugasemdir
en er ekki Hólmahálssvæðið friðað...
Einar Bragi Bragason., 28.2.2008 kl. 00:46
Hólmanesið er friðað en ég veit ekki hversu hátt það nær upp í hálsinn. Það var skoðað að fara töluvert neðar með veginn en horfið frá því, m.a. vegna umhverfissjónarmiða.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2008 kl. 08:17
Sæll Gunnar,
Mál til komið að þoka þessum kafla niður á við! Maður hefur ósjaldan farið þarna um við slæmar aðstæður, þoku, snjókomu og fljúgandi hálku og verið lítil tilhlökkunarefni að fara upp og enn síður að fara niður;) Það verður sjálfsagt búið að ganga frá þessu áður en ég kem næst svo ég hlakka til að skoða þennan nýja veg og heimsækja völvuleiðið á Hólmahálsi:)
Kveðja frá San Antonio, Texas:)
Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 04:49
Sæll Arnór, mér skilst að eitthvert klúður hafi verið í útboðslýsingunni af hálfu vegagerðarinnar. Þeir gleymdu víst að dagsetja verklokin á framkvæmdinni Annars voru áætluð verklok á þessum kafla næsta haust. Vonandi að það gangi eftir þannig að þetta verði síðasti veturinn með þennan skelfilega vegarkafla.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2008 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.