Framleiðsla er hafin á álvírum í steypuskála Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Þegar álverið verður komið í fullan rekstur mun um fjórðungur álframleiðslunnar verða notaður til framleiðslu á álvírum.
Fyrstu gámarnir með vírum fara utan í næstu viku en gert er ráð fyrir að allt að 90.000 tonn af vír verði send á markað á ári hverju. Vírarnir verða notaðir í háspennustrengi í líkingu við strengina sem flytja raforku frá Kárahnjúkavirkjun að álverinu, samkvæmt fréttatilkynningu.
Um 20 manns munu starfa við víraframleiðsluna eingöngu. Vélasamstæðan sem vírinn er framleiddur í er í raun sjálfstæð verksmiðja inni í álverinu og kemur frá ítalska fyrirtækinu Continuus Properzi. Fimm starfsmenn þeirra hafa undanfarið unnið að uppsetningu og prófunum á samstæðunni, ásamt starfsmönnum frá vírasteypum Alcoa í Baie Comeau og Bécancour í Kanada. Vélin tekur við bráðnu áli, steypir það í álstöng sem síðan er völsuð í 9-28 millimetra vír. Vírinn er síðann undinn upp í hespur sem hver hefur að geyma allt að 20 km langan vír og vegur um 3,6 tonn. Samstæðan getur framleitt vír samfleytt í þrjá sólarhringa.
Auk álvíra framleiðir Alcoa Fjarðaál hreint gæðaál og ýmiskonar álblöndur fyrir margvíslega iðnaðarframleiðslu, þar á meðal fyrir bifreiðaiðnaðinn. Gangsetning álversins er langt komin og reiknað er með að starfsemin verði komin í nokkuð fastar skorður í lok ársins.
Þegar framleiðslan er komin í fullan gang mun útflutningsverðmæti framleiðslu Fjarðaáls nema um 60-70 milljörðum króna á ári, miðað við álverð og gengi gjaldmiðla eins og það er nú," samkvæmt tilkynningu.
(fjardabyggd.is)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 947172
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Að skemmta skrattanum
- Það er sumar
- Kjarnorkuvopn og Íran
- Steingrímur Hermannsson og "Bókun 35"
- Áróðurs fjölmiðillinn RÚV
- Veldur gervigreind geðrofi og takmarkaðri sýn á heiminn
- Misheppnuð verkstjórn
- Viðtal við heilbrigðisráðherra bandaríkjanna RFK Jr.
- Sjaldan veldur einn er tveir deila
- Hver er bólusetningastaða þeirra greindu og látnu?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.