Speki Konfúsíusar

"Konfúsíus fæddist 551 f. Kr. í Kínverska ríkinu Lu þar sem nú er Shandong-fylki í Kína. Ættarnafn hans var Kong og eiginnafn hans Qiu. Kínverjar hafa ættarnafn á undan eiginnafni svo að fullu hét hann Kong Qiu. Hann var síðar þekktur undir nafninu Kongzi eða Kong Fuzi, þ.e. meistari Kong og er latneska myndin Confucius, Konfúsíus á íslensku dregin af því".

Svo hefst inngangur bókarinnar "Speki Konfúsíusar sem Iðunn gaf út 1989 í þýðingu Ragnars Baldurssonar. Þessi bók hefur legið á náttborðinu mínu nú í nokkurn tíma og það er gaman að glugga í hana fyrir svefninn. Ég ætla að leyfa mér að vitna í hana á næstunni, með von um að blogg mitt líti eitthvað gáfulegar út.

"Meistarinn sagði: Komirðu auga á afbragðsmann, skaltu hugleiða hvernig þú getur jafnast á við hann. Sjáirðu einhvern sem er ábótavant, skaltu líta í eigin barm".

ksmn983l


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband