Enginn árangur, því miður

Skútan við hlið varðskips í Fáskrúðsfirði.  Það að þessir ógæfumenn sitji nokkur ár í fangelsi skapar pláss á markaðinum fyrir nýja smyglara og eflaust munu einhverjir samkeppnisaðilar þessara manna skála í kampavíni við lestur þessarar fréttar. Auk þess munu þeir læra af mistökum þeirra og koma til með að landa smyglinu með öðrum hætti.

Þegar mokað er í tunnu er ekki verra að það sé botn í henni. Ráðast þarf að rótum fíkniefnavandans með margfalt öflugra forvarnarstarfi og auknu fjármagni í meðferðarúrræði fyrir fólk í vanda. Það er gott mál og nauðsynlegt að hafa öflugt lögreglueftirlit, með því eru skilaboð samfélagsins skýr, þ.e. að þetta sé ekki liðið, en að tala um að með því séum við að ná árangri er tóm vitleysa.


mbl.is Dæmt í Pólstjörnumálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband