Ofvirkni

Þar sem framkvæmdatíma við álverið hér á Reyðarfirði er að mestu lokið, þá dugar leigubílstjórastarfið ekki lengur sem mín eina vinna og hef ég því tekið að mér hlutastarf sem forstöðumaður skólasels við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Skólaselið er kostur sem foreldrum barna í 1. - 4. bekk er gefinn til að vista börn sín eftir að hefðbundnum skóla líkur. Ég hef aldrei unnið með börnum áður og síðan ég byrjaði í þessu starfi í byrjun desember, hafa augu mín opnast mikið fyrir starfi innan veggja grunnskólans og það þótt konan mín hafi verið grunnskólakennari í 19 ár! Ég þóttist vita að störf kennara væru vanmetin í þjóðfélaginu, en að ég vanmæti þau sjálfur hvarflaði aldrei að mér.

Innan veggja skólanna er ekki bara fengist við kennslu, heldur spannar starfið í raun miklu víðara svið. Eitt af því sem starfið felur í sér er að fást við krakka með ýmiskonar félagsleg og líkamleg vandamál og það er síður en svo auðvelt eða einfalt mál. Vandamálin lýsa sér í erfiðri tilveru og hegðun barnanna sem geta verið af ýmsum ólíkum ástæðum.

Ég verð að játa það að ég var haldinn ákveðnum fordómum gagnvart öllum þessum "greiningum" á börnum og taldi að vandamálið væri fyrst og fremst agaleysi og linkind í uppeldi barnanna. Vissulega sér maður börn sem veitti ekki af meiri festu og aga en slík vandamál eru barnaleikur samanborið við þau börn sem eiga við ofvirkni eða önnur sálræn vandamamál að stríða. Hvað hrjáir viðkomandi barn sem á í erfiðleikum getur verið afar mismunandi, sum vandamálin eru lyfjatæk og önnur ekki. Þess vegna er mjög mikilvægt að læknisfræðileg greining eigi sér stað. Ofvirkni er t.d. mismunandi og öll ofvirk börn (eða fullorðnir) eru ekki endilega sett á samskonar lyf. Það sem virkar vel á einn getur verið hálfgert eitur fyrir annan.

Ég hef séð dramatískar breytingar til hins betra á börnum eftir að þau voru sett á lyf vegna ofvirkni.   Betra er að flýta sér hægt í þessum efnum, því eins og áður sagði þá þarf að finna réttu lyfin fyrir viðkomandi, ef lyf eru á annað borð lausnin. Einhverjir kynnu að halda að þessi börn séu bara dópuð niður, en því fer auðvitað fjarri. Munurinn á ólyfjuðu ofvirknisbarni og lyfjuðu, er einmitt sá að það ólyfjaða hegðar sér eins og það sé í annarlegu ástandi en hitt er yndislegt og eðlilegt eins og öll heilbrigð börn eru.


mbl.is Sló stjúpson sinn í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra þína skoðun á þessu og ég er alveg sammála þér!

Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gunnar þetta er flottur pistill hjá þér. Athyglisvert að þú skulir tala um að þið grunaði ekki að þú sjálfur vanmætir kennarastarfið og það hlutverk sem kennarar gegna. Sjálfsagt er það staðreynd að við sem ekki höfum prívat og persónulega verið vitni af starfi innan skólanna, gerum okkur enga grein fyrir hversu mikið álag er á starfsfólki.

Ég verð samt að segja að ég er ósátt við tenginguna við fréttina. það virkar eins og þú sért að benda á að maðurinn hljóti að hafa verið undir miklu álagi þegar hann slær stjúpson sinn, og það afsaki á einhvern hátt gjörðir hans.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.2.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég trúi reyndar ekki að þetta sé þannig meint hjá þér, en vildi bara láta þig vita hvernig mér finnst þetta virka.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.2.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gaman að lesa þessa færslu. Gaman að sjá einhvern sem ekki hefur þekkt til ofvirkra barna koma þeim  (og foreldrum þeirra) til varnar. Fordómarnir eru nefnilega gífurlegir gagnvart þessum börnum þó sérstaklega gagnvart foreldrum þeirra. En það sannast á þinni færslu að fordómar eru oftast sprottnir út frá þekkingarleysi. Takk fyrir pistil.

Huld S. Ringsted, 14.2.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: Vilma Kristín

Þetta er færsla sem mér þykir vænt um að lesa.  Allt of oft sitja foreldrar ofvirkna barna undir ámælum fyrir að samþykkja lyfjameðferð.  Bara það skref að samþykkja að reyna lyfjameðferð er erfitt skref að stíga.

Vilma Kristín , 14.2.2008 kl. 12:49

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

sammála því sem er hér fyrir ofan ...en því miður eru líka stórir gallar við lyfjagjöf

Einar Bragi Bragason., 14.2.2008 kl. 13:46

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta öll.

Nei Jóna, ég er alls ekki að mæla bót þessum stjúpa, var bara í tímaþröng og fór á flug og gleymdi að tengja í raun við fréttina. Þessi veiki drengur á betra skilið en framkomu þessa manns, hann á sér engar málsbætur, drukkinn eða ekki ódrukkinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2008 kl. 14:15

8 identicon

Lyfin eru auðvitað oftast til þess að bæta upp fyrir eitthvað sem vantar í börnin. Þau ættu að fá mátulegan skammt svo ég sé ekki gallann við þau.

Það að greina vandamálið er mikilvægt. Þótt börnin fái ekki nema greiningu breytir það helling. Ég var ekki fyrir svo löngu greind með athyglisbrest (án ofvirkni) en hafði átt í erfiðleikum með að einbeita mér allan grunnskóla. Um leið og ég fékk greininguna gat ég unnið með þetta og hef getað stjórnað þessu nánast alveg síðan þá.

nafnlaus (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband