Þegar ég starfaði hjá Vegagerðinn hér á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum, þá vorum við vélamennirnir sendir reglulega í Vattarnesskriður til þess að hreinsa grjót af veginum. Stundum var nóg að fara kvölds og morgna en það kom líka fyrir að við þurftum að fara oftar ef mikil rigning var.
Landrover jeppi með litla tönn var notaður til að hreinsa skriðurnar. Stundum dugði það ekki til ef grjótin voru mjög stór en þá var fengin traktorsgrafa á staðinn. Það var stundum afar ónotaleg tilfinning að vera þarna á ferð í myrkri og grenjandi rigningu. Það var mjög kvetjandi til hraðra vinnubragða því maður var ekki áfjáður í að vera þarna lengur en nauðsynlegt var. Stundum heyrði maður í myrkrinu grjótið koma fljúgandi þarna niður. Í Vattarnesskriðum varð banaslys fyrir 10-15 árum síðan er ungur fjölskyldumaður fórst þegar hann keyrði útaf.
Nú heyrir þessi skelfilegi vegarkafli sögunni til, eftir að Fáskrúðsfjarðargöng komust í gagnið fyrir 2 árum síðan. Á góðviðrisdögum er þó mjög skemmtilegt að keyra þarna um og fallegt um að litast.
Fara verður varlega þarna því mistök eru dýrkeyp. Um 100 metra fall er niður í stórgrýtta urð.
Þvottárskriður lokaðar vegna grjóthruns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.