Guð gerði mistök!

 54 ára gömul kona fékk hjartaáfall og var flutt á spítala. Á skurðarborðinu "dó" hún í nokkrar mínútur og þegar hún sá Guð sagði hún,  " Er tími minn virkilega kominn?". Guð sagði, "Nei, þú átt 43 ár, 2 mánuði og 8 daga eftir ólifað".

Þegar konan vaknaði eftir uppskurðinn þá mundi hún vel eftir fundi sínum við Guð og ákvað að fara í allsherjar "makeover", þar sem hún átti svona mörg ár eftir ólifuð. Hún lét strekkja á sér andlitið, fór í fitusog, magaminnkunn og breytti háralitnum sínum og lét lýsa upp tennurnar. Þetta lét hún gera allt á einu bretti og þurfti því að dvelja á spítala í þó nokkurn tíma á meðan á þessum aðgerðum stóð og til að jafna sig að þeim loknum.

Þegar þessu var öllu lokið og konan var að yfirgefa spítalann þá varð hún fyrir sjúkrabirfreið sem koma aðvífandi og lést samstundis. Þegar hún sá Guð, sagði hún í ásökunartón, " Ég hélt þú hefðir sagt að ég ætti 43 ár eftir ólifuð! Afhverju læturðu þetta gerast?"

Guð svaraði vandræðalega, " Ó.... ég þekkti þig ekki".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jóhann Elíasson, 11.2.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband