Hjarðeðlið hjá VG

Mynd 451446 Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík, en fulltrúi VG situr hjá.

Hjarðeðli Vinstri grænna hefur verið svo ríkt að enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi getur státað af öðru eins. Innan allra flokka nema Vg eru mismunandi skoðanir á ýmsum dægurmálum, þó tilteknar skoðanir séu vissulega ríkjandi innan flokkanna. Stjórnmálamenn sverja þess eið að greiða atkvæði sitt eftir sinni bestu sannfæringu. Ætli hjáseta fulltrúa VG í bæjarráði Akureyrar beri vitni um að fulltrúinn sé ekki sanntrúaður stóriðjuandstæðingur? 

Á svæði eins og N-Austurlandi þar sem brýn þörf er á innspýtingu í atvinnulífið er flest hugsandi fólk fylgjandi því að álver rísi á Bakka við Húsavík, en VG situr við sinn keyp ef túlka má atkvæði þeirra sem andstöðu við hugmyndina.


mbl.is Vilja álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband