Hún er sorgleg saga unga mannsins sem rændi útibú Glitnis á mánudaginn. Hann er búinn að vera í óreglu frá 14 ára aldri og móðir hans er ráðþrota. Hún hefur reynt að fá úrræði fyrir son sinn án árangurs og segir "kerfið" hafa brugðist.
En af fréttinni að dæma þá hefur ýmislegt verið reynt en án árangurs. Stundum gleymist að ólánsfólkið hefur sjálfstæðan vilja og það getur verið erfitt að hjálpa þeim sem ekki vilja þyggja hjálp. Þegar móðir mannsins fékk hann lagðan inn á geðdeild þá var henni sagt að sækja hann daginn eftir vegna þess að hann hótaði öllum og öllu. Fagfólkinu í geðheilbrigðiskerfinu er ábyggilega treystandi til þess að meta ástand mannsins og kannski á hann ekkert heima á geðdeild. En hvar á hann þá heima? Nú lendir hann að sjálfsögðu í fangelsi framhaldi af þessu afbroti og við hljótum að vona að unnið verði í málum hans í fangelsinu en hann ekki "bara" geymdur þar. Stórefla þarf geðhjálp og forvarnarstarf í fangelsum. Peningum í þann málaflokk er vel varið innan fangelsiskerfisins og nýta þarf tímann vel sem afbrotamenn sitja inni.
Skilningsleysið innan kerfisins er æpandi“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 946078
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Það er fullt af fólki hér á jörðu sem að er með TENGSLA-NET við 100% mennskt fólk í öðrum stjörnukerfum. Ég skora á rúv-sjónvarp að kynna sér allt sem að þessi kona er að láta frá sér :
- Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta
- Hafa Bretar verstu ríkisstjórn í heimi
- Það er rétt að halda til haga NÝJUM UPPLÝSINGUM UM SKATTÞREP hjá hinu opinbera:
- Konur þurfa að stofan baráttuhóp til að vernda réttindi sín
- Rússar þurfa ekki að semja við Trump
- Flokki lýst sem formannsmöppu
- Landsfundur
- Bæn dagsins...
- Asni klyfjaður gulli
Athugasemdir
Sæll.Já þetta er rétt sem þú segir,hef margoft sagt og bent á það,að sá sem hjálpar sér ekki sjálfur fær ekki hjálp. kv jobbi
jósep sigurðsson, 7.2.2008 kl. 10:39
Sæll nafni
Núna standa meðferðarheimilin tóm vegna umræðunnar um þau en hingað til hafa þau verið yfirfull. Ég spyr mig, hvar eru allir þessir einstaklingar núna sem annars væru í meðferð
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.2.2008 kl. 10:40
Ég er nýlega búinn að heyra að bið eftir að komast inn á Vog sé 2 mánuðir svo þar hlýtur að vera fullt... að venju.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2008 kl. 10:44
Sæll vertu. Ég þakka falleg orð í minn garð í desember, ég var að rekast á síðuna þína og nú er spurning hvort þú viljir (eins og maður sagði í gamla daga) "vera memm" í þeim skilningi að vera blogg vinur.
Með kæri kveðju Hildur Inga Kolfreyjustað
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:08
Ég er að tala um unglinga meðferðarheimilin sem barnaverndarstofa rekur
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.2.2008 kl. 21:24
er nú alveg sammála því að þegar það kemur að fíkilum þá verður maður að vilja hætta sjálfur til að það virkji, en held nú að stundum séu málin þannig að aðilinn sem þarf á hjálpinni að halda sé bara ekki í stakk búin til að sjá vandann í allri sinni stærð. Og þegar geðræn vandamál eru með í spilinu erum við komin á allt annað level....
Binnan, 8.2.2008 kl. 02:21
Vertu velkomin í bloggvinahópin Hildur Inga
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.