Nýríkrastimpillinn

Íslenskir fjárfestar hafa vakið undrun í norðanverðri Evrópu undanfarin ár. Danir urðu eitthvað órólegir þegar nýríkir Íslendingar keyptu upp mörg þekktustu fyrirtæki landsins. Þá spruttu fram allskonar spekingar sem fullyrtu að eitthvað gruggugt væri við Íslendingana og afleiðingarnar voru tímabundnir erfiðleikar við að sannfæra Danina um að fyrrverandi eignir þeirra væru í öruggum höndum Joyful

Nú er breska blaðið Sunday Telegraph að selja eitthvað svipaðar fréttir. Fréttir eru söluvara og stundum er fabúlerað svolítið til þess að gera vöruna söluvænni. Neikvæð umræða í fjölmiðlum um fjármálamarkaði getur haft alvarlega afleiðingar ef fjárfestar standa ekki traustum fótum og við skulum vona að íslensku fjárfestarnir standi undir nafni. Vissulega eru blikur á lofti á fjármálamörkuðum í heiminum í dag en við slíkar aðstæður þá beina fjölmiðlar gjarnan kastljósi sínu að þeim nýríku á markaðinum. Hinir nýríku eru "Skræpóttir fuglar".

money_isnt_everything


mbl.is Er allt á niðurleið á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottræfilshátturinn í ný-ríkradansi íslenskra bankamanna lítur ekki vel út í augum reyndra og íhaldssamra kollega þeirra í V-Evrópu, né heldur fjölmiðlamanna sem fjalla um fjármálaiðnaðinn. 

Bankamenn kunna yfirleitt að fara með peninga, sem er jú forsenda þess að aðrir geti treyst þeim fyrir sínum peningum.   Hefðirnar í þessum bransa eru sterkar og íslenskir bankamenn hafa brotið þær flestar.    Því er ekki skrítið að menn erlendis setji stórt spurningamerki við íslensku bankana, enda byggja þeir á stuttri sögu í alþjóðlegum viðskiptum, með óreynda starfsmenn og stjórnendur og vanþróað viðskiptatengslanet.  

Ofurlaunasamningar æðstu stjórnenda íslensku bankana eru svo kapituli út af fyrir sig og segir manni að eigendur bankana sem sitja í stjórn þeirra séu ekki með gott viðskiptavit.   Auðvitað verða hvatasamningar að vera til staðar, en þegar hver bankastjóri er farinn að kosta milljarða, þá vakna spurningar um hvort ekki hefði verið hægt að ná betri samningum fyrir hönd hluthafa.   

Stundum hafa þessir menn reynt að réttlæta milljarðana með því að segja að það sé samkeppni um þessa hæfu menn.   Það er kjaftæði, því það segir sig sjálft að engin stór erlendur banki myndi bjóða þessum nýgræðingum frá Íslandi bankastjórastöðu hjá sér - segir sig sjálft.  

Og hverslags brandari er það að borga rétt rúmlega þrítugum kettlingi 300 milljónir til að taka við bankastjórastóli?   Var bankastjórastóllinn, launin og hvatarsamningarnir einir sér ekki nógu freistandi fyrir þennan unga mann, sem hvorki hefur merkilega reynslu og varla persónuleg viðskiptatengsl, sem einhvers virði eru? 

Svona má lengi halda áfram og er ég ekki undrandi þó greinar eins og þessi í Sunday Telegraph haldi áfram að birtast í erlendum fjölmiðlum á næstunni.    

Jú að lokum, það verður hörð lending, það er ekki spurning og eina von Íslendinga er að halda áfram að byggja upp orkufrekan iðnað - það er okkar helsti styrkleiki og hann verðum við að nýta okkur til fulls ef ekki á illa að fara.

María J. (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband