Vinur minn einn ágætur frá Eskifirði var sá sem hringdi í lögregluna vegna mannsins. Hann var að keyra eftir Miklubrautinni þegar hann sér í baksýnisspeglinum að bíll keyrir utan í annan sem við það kastast út af en hinn ölvaði hélt áfram eins og ekkert væri. Sá ölvaði var þá næsti bíll á eftir Eskfirðingnum sem sér hann nálgast sig óþægilega hratt og það endar með því að hann keyrir örlítið aftan á stuðarann hjá honum, án þess að það sæi á honum. Eskfirðingurinn skipti þá um akrein og hleypti þeim ölvaða framhjá og keyrði svo fyrir aftan hann og hringdi í lögregluna.
Hann var svo í stöðugu símasambandi við lögguna, sagði frá númeri bílsins og hvert hann stefndi. Svo lenda þeir á rauðu ljósi en þegar grænt kom þá hreyfði sá ölvaði sig hvergi. Svo kom aftur rautt og aftur grænt og enging hreyfing. Eskfirðingnum sýndist maðurinn vera steinsofandi undir stýri á ljósunum. Bílstjórarnir fyrir aftan urðu óþolinmóðir og flautuðu en þá var að koma rautt á ný. Sá ölvaði hrökk upp við ónæðið í óþolinmóðu bílstjórunum og rauk af stað.... á rauðu! Eskfirðingurnn sagði lögreglunni hvað væri að gerast og hann gæti ekki elt hann yfir á rauðu. Þegar grænt kom á ný þá keyrði hann sömu leið og afbrotamaðurinn en þá var hann horfinn.
Það eru ýmis ævintýrin sem landsbyggðatútturnar lenda í þegar farið er í kaupstaðaferð.
Skaðvaldur í umferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er ekkert víst að Reykvíkingar hefðu tekið eftir þessu. Þetta er daglegt brauð.
Bergur Thorberg, 3.2.2008 kl. 10:33
Var eigi einhvern tíman skotbómulyftaraævintýri á Eskifirði ?
Halldór Sigurðsson, 3.2.2008 kl. 11:06
Skotbómulyftaraævintýri, jú. Þar var aðkomumaður á ferð
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2008 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.