BBC Reydarfjordur er skip sem er í siglingum á milli Noregs og Mjóeyrarhafnar í Reyðarfirði (álvershöfnin). Ég var beðinn um að keyra þýskan áhafnarmeðlim af skipinu til Egilsstaða í dag, en hann hafði lent í einhverjum nárameiðslum. Honum var sagt eftir stutta læknisskoðun við komuna hingað að spítalinn hér væri lokaður og þess vegna væri best að hann færi suður til Reykjavíkur í dag og með flugi til þýsklalands á morgunn til aðgerðar. Er ekki alveg að skilja þetta því fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði er ekki lokað.
En hvað um það, þessi hálftíma akstur að öllu jöfnu til Egilsstaða tók tæpan klukkutíma vegna mikils skafrennings á neðri helmingi leiðarinnar yfir Fagradal. Færðin var í sjálfu sér ágæt en svaklalega blint á köflum og ég þurfti oft að stoppa á leiðinni. Þjóðverjanum þótti mikið til koma að vera á ferðalagi í svona veðri og þegar ég stoppaði vegna blindunnar þá heyrði ég í honum "úúúú, úúúú". Alltaf hef ég lúmskt gaman að því þegar útlendingar sem ég keyri verða stóreygir og órólegir við þessar aðstæður.
Eins og sést á korti vegagerðarinnar er ófært yfir Öxi, Breiðdalsheiði og til Mjóafjarðar og skafrenningur á Austur og N-Austurlandi. Töluverður snjór er orðinn á svæðinu sem fallið hefur í frosthörkunum undanfarið og mjög lítinn vind þarf til þess að úr verði svartabylur. Þar sem éljamerkið er á kortinu, milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, þar er álver Alcoa.
Víða hálka um landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 2.2.2008 (breytt 3.2.2008 kl. 00:01) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pólitískt mjög dýr fórnarkostnaður Framsóknar við borgarstjórastól Einars
- Kristrún, Dagur og staða Þórðar Snæs
- Er verið að eyðileggja borgina?
- Ritskoðanaskipti
- Bæn dagsins...
- Efast líka um frægasta morðmál Íslands.
- Í Loku launum, ljóð frá 23. nóvember 2018.
- Ísland og Grænlandsmálið
- Það skemmtilega við "ráðgefandi kosningar"
- OU Definition | Investopedia
Athugasemdir
Ég held að það yrði óheillaspor fyrir Austfirðinga og landsmenn alla ef hætt yrði við að gera ársveg yfir Öxi eins og til stendur að gera. Við vitum að þegar illa árar verður Steingrímsfjarðarheiði ófær dag og dag og þegar rök suðaustan- og austanátt skellur á Austfjarðafjallgarðinum getur Öxi orfið erfið yfirferðar.
En reynslan sýnir að með góðri nútíma vegagerð má ná langt þótt uppi á fjöllum sé. Núverandi vegur um Öxi gefur ekki rétta mynd. Kárahnjúkavegur liggur upp í meira en 800 metra hæð og er þó heilsársvegur ef menn vilja.
Að vísu er þar mun minni úrkoma en á Öxi. Öxi hefur einnig þann kost að þar verður ekki eins sviptivindasamt og víða annars staðar þegar vindur er mikill.
Ómar Ragnarsson, 3.2.2008 kl. 01:03
Umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi sagði mér að það væri óraunhæft að ætla sér að að gera heils árs veg yfir Öxi. Til þess þyrftu gríðarlega fjárfrekar framkvæmdir og þrátt fyrir þær yrði þessi leið alltaf afar erfið á köflum. Mjög mikil úrkoma er á Öxi og bratt niður af heiðinni Berufjarðarmegin. Hægt væri að stytta hringveginn til Austurlands og bæta hann á ýmsa vegu með mun arðbærari hætti en þessi framkvæmd yrði nokkurntíma.
Ég vann hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði 2001-2005, m.a. við snjómokstur á veturnar á Fagradal og Oddsskarði. Breiðdalsheiði og Suðurfirðirnir voru í höndum verktaka en þar sem Öxi varð oft ófær fyrst allra fjallvega og verktakarnir ekki búnir að græja sig fyrir veturinn, þá vorum við stundum sendir til að bjarga málum. Ég get ekki sagt að mig hafi hlakkað til þeirra ferða. Sérstaklega ekki ef ástæða fararinnar var hálka. Frekar óhuggulegt að keyra 25 tonna Man trukk með sand í snarbrattar, flughálar og hlykkjóttar brekkurnar. Bílinn var að sjálfsögðu með drifi á öllum öxlum og keðjur settar undir en fara þurfti afskaplega varleg ef ekki átti illa að fara.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2008 kl. 04:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.