Brautryðjandi fallinn frá

15653

Það eru e.t.v. ekki allir sem gera sér grein fyrir hve stórt hlutverk Fisher hefur leikið í skákheiminum. Flestir vita jú að hann var stjarna á sínu sviði en áhrif hans á framgang skáklistarinnar, bæði á fræðilega sviðinu á sínum tíma en einnig á vinsældir skákarinnar. Hann braut á bak aftur nánast óvinnandi vígi sovésku skákakademíunnar með leiftrandi sóknarstíl og hann skapaði grundvöll fyrir bestu skákmenn heims utan Sovétríkjanna að lifa á list sinni.

Á þeim tíma, þegar Fisher stóð í stappi um verðlaunafé, þá þótti það eitt og sér bera vitni um sérvisku hans. Hann ruddi brautina á því sviði sem mörgum öðrum. Fisher var auðvitað mikið veikur maður síðustu æviár sín og kannski var hann alltaf veikur, en það breytir því ekki að hann var einstakur snillingur og listamaður. Minning hans mun ávalt lifa.

Ég á skákáhuga mínum Fisher að þakka. Ég heyrði fyrst um Fisher 1971, þá 11 ára gamall. Ég hefði ekki viljað fara á mis við þau kynni, þau hafa gefið mér mikið.

Ég mæli með því að listamaður verði fenginn til þess að gera stóra höggmynd af honum og henni verði fundinn veglegur staður í Reykjavík. Það er það minnsta sem við getum gert.

 

Skák aldarinnar hefur þessi skák verið kölluð. Þarna er Fischer 13 ára að tefla við reyndan skákmann, Donald Byrne. Hvílík snilld!


mbl.is Bobby Fischer látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband