Kisa í uppskurð

Síamskötturinn okkar, hann Dúmbó fór í uppskurð í morgunn. Dúmbó er stór og stæðilegur og afskaplega hugaður þriggja ára köttur. Allir kettir í hverfinu hafa verið skíthræddir við hann fram að þessu en rétt fyrir jól byrtist nýr köttur í hverfinu og hann þurfti auðvitað eitthvað að sanna sig fyrir Dúmbó. Hann gerðist meira að segja svo frakkur að koma alveg upp að dyrum í stofuútganginum út í garð, nokkuð sem aðrir kettir hafa ekki þorað. Útkoman úr viðskiptum þeirra var að Dúmbó fékk í fyrsta skipti skrámur á sig. Hann var meira að segja haltur á vinstri framlöppinni í nokkra daga. Ekkert sá þó á honum þar og svo lagaðist hann en byrjaði svo að bólgna upp og varð aftur haltur. Við sáum þá örlítið sár á fætinum og settum á það sótthreinsandi smyrsl. Bólgan hjaðnaði og allt virtist í lagi en svo bólgnaði hann aftur...hjaðnaði...aftur. Um helgina var okkur ekkert farið að lítast á þetta og í morgunn var pantaður tími hjá dýralækninum á Egilsstöðum.

Dúmbó hefur aldrei verið hrifinn af því að fara í bíltúr og í morgunn var engin undantekning á því. Þvílíkt væl í kettinum alla leið upp á Egilsstaði. Og þetta var ekkert venjulegt mjálm! Miklu líkara gráti í hvítvoðungi, stanslaust alla leið. Og svo fór hann hrikalega úr hárum af stressi. Uppfrá var hann svo svæfður til þess að skera í sárið og hreinsa það, heljarinnar skurður og svo var saumað fyrir.. Það gekk vel en næstu 10 daga þarf hann að hafa hálskraga svo sárið fái frið til að gróa. Við kvíðum svolítið fyrir því vegna þess að hingað til hefur hann losað sig við allar hálsólar sem við höfum reynt að setja á hann. Við vonum það besta.

002

Dúmbó kominn heim og ennþá steinsofandi eftir svæfinguna. Blái liturinn er eftir sótthreinsandi vökva.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Baráttukveðjur til Dúmbó!

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.1.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir það!...ég skila því til hans

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband