Danir skoruðu beint úr aukakasti, langt utan af velli þegar leiktíminn var útrunninn. Skotið fór yfir einn minnsta manninn á vellinum, Snorra Stein og furða ég mig á því að hann skyldi hafa verið notaður í vegginn. Var enginn stærri en hann á bekknum? Danir skoruðu einnig á lokasekúndum fyrri hálfleiks og minnkuðu forskot Íslendinga í eitt mark. Þar var að verki stórskyttan Madsen. Mörgum er einnig í fersku minni þegar sá hinn sami skoraði sigurmark Dana í tvíframlengdum leik á síðasta HM.
Þessi Madsen skoraði nokkur auðveld mörk í fyrri hálfleik leiksins í dag og þegar sett var fyrir þann leka, þá galopnaðist línan og það nýtti danska tröllið sér. Annars fannst mér þetta ágætur leikur af hálfu okkar manna í dag og ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir EM í Noregi. Það er augljóst að Alfreð Gísla er hárrétti maðurinn í stöðu landsliðsþjálfara. Það heyrist þegar hann les yfir sínum mönnum í leikhléunum sem tekin eru. Ólafur Stefánsson var frekar slappur í leiknum og við eigum hann bara inni í leikjum sem skipta máli.
Stundum er sagt að svona æfingaleikir skipti ekki máli, hvort við töpum eða vinnum. Ég er ósammála því, við þurfum að æfa okkur í því að vinna "alla" leiki, líkt og hið leiðinlega góða gullaldarlið Svía gerði gjarnan á sínum tíma. Þannig byggist upp sjálfstraust, sem er gulls í gildi í jöfnum leikjum.
Áfram Ísland!
![]() |
Íslendingar töpuðu fyrir Dönum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 946866
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Gleðilegt sumar
- Íslensk Gyðingaandúð
- Menn með íslenskan ríkisborgararétt!!
- Hækkun hjá MBL
- RÚV sagði frá einhverju fréttnæmu í 5 mínútur
- AI eða AS, þar liggur efinn
- Marvel Vísindin
- Möguleg vísbending um líf í geimnum? Erum við ein í alheiminum?
- Útlendingamál í ólestri - öryggi borgaranna ekki fyrir hendi
- Sumarsængin göldrótta, Liverpool-spenna og 94 dagar ...
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Þokkalegt vorveður um helgina
- Isavia gyrði sig í brók: Nú er nóg komið
- Svandísi krossbrá yfir ákvörðun Bjarna
- Hildur og Mikael í Moulin Rouge!
- Mikill viðsnúningur í rekstri Árborgar
- Ásmundur Friðriksson í atvinnuleit
- Mörg börn með alvarlegan vanda bíða eftir meðferð
- Opinn fyrir að tengja námið við háskóla
- Útlendingar grunaðir í helmingi hópnauðgana
- Verðlaunuð fyrir þýðingar
Erlent
- Héraðsdómari reyndi að koma manni undan handtöku
- Selenskí: Krímskaginn tilheyrir Úkraínu
- Mangione lýsti sig saklausan
- George Santos dæmdur í sjö ára fangelsi
- Saka Rússa um að standa að baki áróðursherferðar
- Braut siðareglur til að sjá lík páfans
- Ungir Belgar í haldi grunaðir um maurastuld
- Segist hafa rætt við Xi Jinping um tollamál
- Halla fer að kistu páfa í dag
- Heimsins lengsta jarðarberjaterta bökuð í Frakklandi
Fólk
- Fortune Feimster skilin við eiginkonuna
- 17 ára söngkona lést af völdum heilablóðfalls
- Íslenskur lögreglumaður sýndi listir sínar á körfuboltavellinum
- Laufey krýnd drottning vikunnar
- Frumsýndi unga kærastann á rauða dreglinum
- Mamman samþykkir Kylie Jenner
- Kvikmynd Hlyns á aðaldagskrá í Cannes
- Transtónlistarmaður aflýsir tónleikum í Bandaríkjunum
- Lizzo ræddi opinskátt um þyngdartap sitt
- Geislandi glaður og þakklátur
Athugasemdir
Þetta var bráðskemmtilegur leikur og mér fannst okkar menn leika vel. Hinsvegar fannst mér leikur þeirra riðlast nokkuð þegar Ólafur kom inn á, það er eins og hinir beri of mikla virðingu fyrir honum og ætlist til of mikils af honum. Hann fannst mér ekki leika vel, ragur að skjóta og ekki heillandi.
Danska lokamarkið var magnað....
Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 17:20
Sammála Ragnheiður, en lokamarkið átti ekki að geta gerst. Smá einbeitingarleysi þar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 17:26
samkvæmt reglunum má ekki skipta út af / inn á eftir að venjulegur leiktími er liðinn. Þess vegna gat Alfreð ekki skipt Snorra Steini út af
Eyþór F.W (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 18:14
Ok! Takk fyrir það Eyþór
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.