Sumir virðst ganga út frá því vísu að nýtt hús þarna spilli götumyndinni. Eins og þessir kofar geri eitthvað fyrir götumyndina! Mér sýnist það helst fara fyrir brjóstið á kommunum sem eru á móti þessu, að peningamenn muni byggja á reitnum. Margrét er reyndar ekki kommi en það veit heldur enginn neitt um það, fyrir hverju hún stendur. En hana langar að vera rekstrarráðgjafi og segja hvaða atvinnustarfsemi henti á hverjum stað.
Svandís skreytir mál sitt með myndlíkingu um perluband. Sumar perlurnar í því bandi eru snjáðar og ónýtar og sumar hafa aldrei verið smekklegar. Hún hefur ákveðið að nýju perlurnar í bandinu verði ljótir kassar. Vonandi fær hún engu um það ráðið. Svo virðist Svandís eitthvað vera ókunnug á þessu svæði því Laugavegsperlubandið hennar nær ekki að Veghúsastíg. Síðast þegar ég vissi var Veghúsastígur í Skuggahverfinu fyrir neðan Hverfisgötu, milli Klapparstígs og Vatnsstígs.
Margrét og Svandís ósáttar við flutning húsanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 946107
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Instagram lausa árið mikla!!
- Bæn dagsins...
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNNI"...
- Eldsvoðinn á Sævarhöfða: Brýnt að bæta aðstæður hjólhýsabúa
- Hálf saga um andóf gegn her
- Af hverju eiga Danir að ráða yfir Grænlandi??
- Jólatré í Belgíu
- Fleiri með eða á móti?
- Ef enginn vinnur neina heimavinnu ...
Athugasemdir
Betra er að rífa minna en meira
Einar Bragi Bragason., 5.1.2008 kl. 13:21
Það getur alveg átt við, en ekki í þessu tilfelli
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2008 kl. 13:54
Já, þessi myndlíking með perlubandið var misheppnuð. Þegar fólk fer að virða "perlurnar" fyrir sér vilja flestir skipta þeim út í snarhasti fyrir einn flottan eðalstein.
Benedikt Halldórsson, 5.1.2008 kl. 23:03
Í þessu verður að velja og hafna. Það er ekki hægt að vernda allt. Ef Reykjavík ætlar að vera nútímaleg borg, verður að "taka til" og ekki safna gömlu dóti. Þsð er mín skoðun að fullt af húsum í Reykjavík megi víkja fyrir nýrri og nútímalegri byggð. Vissulega á að vernda einhver svæði og halda þeim við, en eins og þetta er nú, örlar ekki á neinni stefnu um hvað á að vernda og hvað ekki.
Arkitektúrinn í Reykjavík er svo kapituli út af fyrir sig. Þar ægir öllu saman háhýsi og smáhýsi, allt í bland. Ísland er einnig það norðarlega að háhýsi eiga illa við vegna sólargangsins og mikils skuggavarps fá þeim.
Það þyrfti að fara fram heildstæð úttekt á Reykjavík, rífa fullt af húsum frá því um og fyrir 1950 og byggja milliháar blokkir upp á fjórar til sex hæðir . Þannig væri hægt að þétta byggð í gömlu Reykjavík og nýta þau mannvirki sem eru til í miðbænum og geta hýst skóla og aðrar menntastofnanir. En skólar ganga einnig úr sér og því þarf að endurnýja þau hús einnig.
Það er dálítið sérkennileg af þjóð, sem þarf að eiga dýrustu, flottustu og nýustu bílana, þeim virðist vera fyrirmunað að farga gömlum ónýtum húsum.
Benedikt V. Warén, 6.1.2008 kl. 13:03
Mér finnst reyndar þessi skuggamyndunarrök vera ofmetin þó vissulega þurfi að taka tillit til skuggamyndunar sumstaðar. Ég er hlyntur verndun gamalla fallegra bygginga og menningarlegs arfleiðar okkar, ég vill bara ekki vernda eins mikið og sumir aðrir. Svipað og í náttúruvernd, ég vila ekki vernda allt þar.
Sumir vilja vernda gamla hjalla án tillits til kostnaðar, en það er af því þeir þurfa ekki að borga fyrir verndunina úr eigin vasa.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 14:07
Á Laugaveginum þarf að taka mið af skuggamyndun, lágreistar byggingar sunnanmegin en hærri að norðan.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.