Ný kolaorkuver í Bretlandi

Ég sá á Sky News í dag að Bretar eru að taka í notkunn ný kolaorkuver, þau fyrstu í yfir 20 ár. Um er að ræða nýja byltingarkennda og hátæknilega útfærslu á hreinsibúnaði sem gera kolaorkuver næstum "umhverfisvæn" og þess vegna telur Gordon Brown forsætisráðherra að þau samræmist alveg yfirlýsingu Breta í Balí, þar sem Brown sjálfur talaði í föðurlegum tón til heimsbyggðarinnar um ábyrgð stærstu iðnríkja heims í loftslagsmálum.

Í fréttakoti Sky News var viðtal við formælanda Greenpeace (auðvitað) sem fordæmdi þessi kolaorkuver (hvað annað). Ég hef ekki séð neina umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um málið, sem mér finnst afar merkilegt, því orka og orkuöflun hefur verið mál málanna hérlendis undanfarin misseri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband