Ég lenti í miklum hremmingum í Oddskarði á nýársnótt og aftur á nýársdag. Ég fór með farþega á Norðfjörð frá Reyðarfirði upp úr kl eitt á nýársnótt. Veðrið hafði verið með ágætum á fjörðunum fram eftir kvöldi, allsstaðar áramótabrennur og fínt flugeldaveður þó svolítið hafi rignt öðru hvoru. Þegar ég kom í Oddsskarðið, þá var hálka efst, sérstaklega Norðfjarðarmegin og töluverðar vindhviður, sló í 20 m. sek. en allt gekk vel.
Ég sneri við um leið og ég hafði skilað farþegunum af mér. Þegar ég kem í efstu beygjuna fyrir ofan gamla skíðaskálann í bakaleiðinni, hafði vind hert til muna og komið glærasvell og ég komst ekki lengra en í miðja beygjuna. Ég sé í baksýnisspeglinum að bíll er að nálgast og það reynist vera sjúkrabíll sem hafði verið í útkalli vegna brunans á Eskifirði um miðnættið og hafði farið með einhvern á Sjúkrahúsið á Norðfirði til öryggis, vegna hugsanlegrar reykeitrunar. Ég spurði sjúkraflutningsmennina hvort möguleiki væri þeir settu spotta í mig til að hjálpa mér þarna upp, en þeir sögðu að þeim væri það bannað, auk þess sem þeir hefðu engan spotta.
Sjúkrabíllinn hélt sína leið og ég snéri mér við í átt að bílnum mínu sem ég hafði skilið eftir í handbremsu rétt fyrir neðan. Í sama mund skellur á sterk vindhviða og ég horfi á eftir bílnum mínum fjúka afturábak út af veginum í ca. 45 gráðu stefnu út á hlið og fram af brattri vegbrúninni. Sem betur fer hafnaði bíllinn á réttum kili en hann hallaði þó töluvert. Nú voru góð ráð dýr því ég átti ekki von á því að margir yrðu þarna á ferli við þessar aðstæður og ekkert gsm samband.
Þarna stóð ég einn í myrkrinu í slagveðursroki á veginum sem varla var stætt á vegna flughálku, í nýársjakkafötunum og blankskónum. Ég fikraði mig með erfiðismunum að bílnum og klöngraðist svo fram af vegbrúninni og óð blautan snjókrapann upp að hnjám til þess að komast í skjól inn í bílnum.
Eftir örfáar mínútur birtist bíll á niðurleið. Hann keyrði löturhægt niður svellið og þegar hann var alveg að koma á móts við mig, fór ég út úr bílnum til þess að fá far með honum til Norðfjarðar. En bíllin gat ekki stöðvað hjá mér þó hann væri á vart meiri en 5 km. hraða. Hann stöðvaðist þó loks um 50 metrum neðar og ég var töluverða stund að staulast að honum í rokinu og hálkunni.
Þegar ég komst í gsm samband rúmlega kílómeter neðar, í Skuggahlíðarbrekkunni, þá hringdi ég í lögregluna á Norðfirði. Þegar ég hafði sagt þeim hvað gerst hafði spurði ég þá hvort björgunarsveitin væri nokkuð á ferðinni. Svo var ekki en lögreglumaðurinn vildu þó hringja í þá og kanna hvort möguleiki væri að bjarga bílnum af staðnum. Bjargvættur minn sem ég fékk far með skuttlaði mér á lögreglustöðina og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Þegar ég kom þangað var björgunarsveitin að gera sig klára til þess að reyna að ná bílnum upp og þeir voru mættir um 20 mín. síðar á gríðarlega öflugum fjallabíl með spili. Með í för voru fjórir björgunarmenn, vel búnir og ég fylltist stolti af að vera Íslendingur, að eiga svona frábært fólk að, til aðstoðar fólki í nauðum. Töluverð átök voru að draga bílinn upp á spilinu en það gekk þó hratt og snuðrulaust fyrir sig. Ég spurði björgunarsveitarmennina hvort fært væri að draga bílinn upp að Oddsskarðsgöngum en þeim leist ekki á það því spottinn yrði til lítils gagns á niðurleiðinni hinumegin í hálkunni og rokinu, en vinhviðurnar voru komnar í rúmlega 30 m. á sekúndu.
Það var því ljóst að ég yrði veðurtepptur á Norðfirði þessa nótt, og brjálað að gera á Reyðarfirði og Eskifirði í leigubílabransanum. Það var því ekki um annað að ræða en að reyna að "fiska" eitthvað að gera við Egilsbúð en þar var dansleikur líkt og á Eskifirði. Norðfirðingar tóku því afar vel að fá þjónustu mína í slagveðrsrokinu og það var þó sárabót eftir hremmingarnar. Öll vinna var þó búin um fimmleitið um morguninn, þó síminn hringdi stöðugt hjá mér til kl. 7 frá Reyðarfirði. Um 7 leitið sá ég rútu Alcoa með drifi á öllum hjólum bíða eftir farþegum sínum við Nesbakka og ég ákvað að snýkja mér far með þeim yfir, í stað þess að þurfa að sofa í bílnum fram að a.mk. til hádegis, því ekki var spáð að hann lægði að ráði fyrr en þá. Þegar bílstjóri rútunnar hafði keðjað að framan, þá gekk ferðin vel yfir skarðið, en þó fann ég að rútan "slætaði" aðeins og spólaði á köflum.
Fljótlega eftir hádegi á nýársdag fékk ég Gústa svila minn til þess að fara með mér yfir á nýja jeppanum sínum til þess að ná í bílinn. Þegar við komum í skarðið sáum við að ekkert hafði verið sandað og ástandið ekki glæsilegt, flughálka, sérstaklega Norðfjarðarmegin í Blóðbrekkunni. Ég hringdi í gamlann vinnufélaga minn hjá Vegagerðinni og sagði honum hvernig ástandið væri í skarðinu og hann sagðist ætla að athuga málið. Við ákváðum þó að láta reyna á nýja jeppann og settum spotta í Passatinn. Við höfðum svolitlar áhyggjur af fólksbílum sem voru stopp í Blóðbrekkunni, því ef við misstum stjórn á bílum okkar þar, þá var ansi bratt og langt niður vinstramegin. Við spóluðum okkur upp og þetta var alveg að hafast en þegar við áttum ca. 150 m. eftir í göngin, þá komumst við ekki lengra. Oh!, þvílíkt svekkelsi, munaði svooo litlu!
Ekki var fýsilegt að skilja bílinn eftir þarna svo við ákváðum að reyna að snúa honum og koma honum niður aftur. Þegar ég bakkaði og lagði á í botn með rassgatið upp í fjall, þá byrjaði bíllinn að renna þversum niðureftir, en ég náði að snúa framendanum niður á síðustu stundu. Ég verð að viðurkenna að ég var skíthræddur á niðurleiðinni, enda var ég töluverða stund á leiðinni, þennan kílómeter eða svo.
Þegar ég var kominn í öryggið fyrir neðan Blóðbrekkubeygjuna, þá var verktaki á vegum Vegagerðarinnar mættur og var að setja undir keðjur. Ég stoppaði já honum og spurði hann hvers vegna í ósköpunum brekkurnar væru ekki svartar af sandi við aðstæður sem þessar. Þá sagði hann að ég yrði að spyrja Vegagerðina að því, þeim hefði verið tilkynnt á gamlársdag að dreifarinn á bílnum væri bilaður, en ekkert hefði verið gert í því vegna þess að ekki fékkst mannskapur til viðgerðar. Hann var mættur á staðinn til þess að skrapa yfir svellið með millitönninni en bíll frá Fáskrúðsfirði væri á leiðinni með sand. Ég sagði þá við hann að þessar brekkur væru ekki vandamál ef dreift hefði verið á þær hreinu salti í upphafi hlákunnar fyrir áramót, þá væru þær auðar en ekki með tommuþykku svelli.
Ég vann hjá Vegagerðinni frá árinu 2001, í 4 ár og sá um Oddskarð og Fagradal, og það var alltaf sama stríðið við yfirmenn mína um saltnotkunina. Salt virtist eitur í þeirra beinum og sandurinn sem við dreifðum var 10% salt. Það skal tekið fram að yfirleitt var það alveg nóg, en við vissar aðstæður og sérstaklega þegar útlit var fyrir hláku, þá vildi ég dreifa hreinu salti á verstu kaflana til þess að losna hreinlega alveg við svellið, en afar sjaldan fékk ég mínu framgengt. Frekar vildu þeir djöflast með veghefli á klakanum.
Jæja, svo ég haldi nú áfram með þessa löngu sögu, þá ákváðum við Gústi að leggja í hann aftur á eftir bílnum með millitönnina, en við það að skrapa á klakanum með henni skapast mun betra grip, þó það dugi stutt í rigningu og hláku. Í þetta sinn gekk þetta eins og í sögu, og mikið var ég feginn þegar við komumst upp í göng og gátum húkkað spottanum úr.
Fyrsta last ársins í mínum huga er minn gamli vinnuveitandi, Vegagerðin, fyrir slælega þjónustu í Oddsskarðinu, en fyrsta hrósið er klárlega björgunarsveitin á Norðfirði. Frábært fólk sem á allan stuðning þjóðarinnar skilið.
Hálka en fært um flesta vegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
Athugasemdir
Gleðilegt ár Gunnar minn og takk fyrir gömlu, það eru aldeilis hremmingar sem þú hefur ratað í og minnir mig á vísuna, ó vik frá mér þýlinda þrælafrón, sem þrjótar einir búa og flón,þar sem allt fæst keipt sé gangverð greitt,og gefst svo jafnvel fyrir ekki neitt. Heiðin sú arna hefur nú tekið erlenda hermenn af lífi þótt ekki í jakkafötum væru, maður bara spyr sig hvað menn eru að gera á fjallvegum uppáklæddir?
Ævar Oddur Ævarsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 21:59
Takk fyrir það og sömuleiðis Ævar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.1.2008 kl. 23:25
Þetta er nú meira fjörið þarna fyrir austan.
Jens Guð, 3.1.2008 kl. 00:09
Er passat 4 hjóladrifinn...og varstu ekki á nöglum......ef ekki hvern andsjk.....varstu að þvælast þarna........eg gott að þetta slapp allt saman
Einar Bragi Bragason., 5.1.2008 kl. 13:27
Jú , naglar en ekki fjórhjóladrif. Veðrið skall á skyndilega og flughálkan líka.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2008 kl. 14:00
Svo hélt ég líka að ef það væri einhver hálka í skarðinu að þá væri nú einhver sandur í henni
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2008 kl. 14:13
þú átt að vita að hér dugar ekkert annað en 4 hjóladrif he he he lærði það strax fyrsta veturinn minn hér fyrir austan.
Einar Bragi Bragason., 7.1.2008 kl. 15:21
Já, það er eflaust nauðsynlegt í útnárabyggðunum en mér fannst óþarfi að spandera hálfri miljón aukalega fyrir eitthvað sem ég nota 1-2svar á ári.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2008 kl. 17:29
Við búum í útnárabyggðum he he...öryggið er líka mun meira
Einar Bragi Bragason., 8.1.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.