Ég óska öllu lesendum þessa blogs gleðilegra jóla og þakka fyrir skemmtileg kynni við fólk sem ég annars hefði aldrei kynnst, nema fyrir bloggið.
Ég var ekki vanur því áður en ég fór að syngja í kirkjukór að fara til messu á Aðfangadag kl. 6 en undanfarin ár hef ég lært að meta þessa ágætu stund uppi á kirkjuloftinu á Reyðarfirði. Dilly, kórstjórinn okkar tók sér frí þetta árið til þess að verja jólunum með tengdafjölskyldu sinni í Kópavogi og Daníel Arason tónlistarmaður frá Eskifirði leysti hana af með sóma.
Oftast hefur lagavalið verið með hefðbundnu sniði en í ár voru nokkur lög sem við höfum ekki sungið áður. Einnig var skemmtilegar nýjungar í forspili og eftirspili, en það voru lög eftir Ingibjörgu Þorbergs, það fyrra hið yndislega jólalag "Yfir fannhvíta jörð", sem Pálmi bloggvinur minn Gunnarsson syngur svo fallega.
Eftir létta upphitun fyrir aðfangadagsmessuna. Hólmgrímur Bragason héraðsprestur þjónaði fyrir altari og er þarna á milli Kristínar og Láru að búa sig undir átökin eftir upphitunina
Á hægri myndinni eru Guðmundur Frímann bassi, Þóroddur tenór, Guðmundur Frímann tenór og Daníel kórstjóri. Þess má geta að á Íslandi eru 3 einstaklingar sem bera tvínefnið Guðmundur Frímann og tveir þeirra eru í kirkjukór Reyðarfjarðar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945808
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gleðileg jól og farsælt komnandi ár.
Þakka hressilegt blogg á árinu, - sérstaklega á síðu Ómars R.
Kveðja frá Jólakattarbænum Egilsstöðum.
Benedikt V. Warén, 25.12.2007 kl. 16:30
Bestu jólakveðjur til þín og þinna sömuleiðsi, Benedikt og takk fyrir innlitið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2007 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.