Síminn auglýsti í dagblöðum á föstudaginn, sérstakt tilboð á gsm símum á kr. 6.900 og með fylgdi 2.000 kr. frelsisinneign. Tilboðið gilti í tvo daga á meðan birgðir entust. Við hjónin höfðum ákveðið að gefa 12 ára syni okkar síma í jólagjöf, svona sem gjöf no. tvö. Þar sem ég bý á Reyðarfirði og Síminn ekki með útibú þar, þá hringdi ég í útibúið á Egilsstöðum rétt eftir hádegið, til þess að athuga hvort ég gæti látið taka frá fyrir mig svona tilboðssíma því ég komst ekki til Egilsstaða fyrir en seinni dag tilboðsdaganna. Stúlkan sem svaraði mér á Egilsstöðum sagði að það væri sjálfsagt að taka frá fyrir mig eitt eintak.
Daginn eftir geri mér ferð uppeftir, þessa 33 km. Þegar ég kem í verslunina þá bíður mín þessi ágæti sími merktur mér. Þegar ég ætla að fara að borga þá segi ég svona í rælni: "Og það fylgir 2.000 kr. inneign, er það ekki?". En þá segir afgreiðslustúlkan að tilboðið hafi klárast strax fyrri daginn.
"Ha....", segi ég, "en ég pantaði þetta laust eftir hádegið í gær og þú sagðir að það væri ennþá nóg til". "Já, en inneignirnar kláruðust strax", sagði stúlkan þá. Þegar ég reyndi að útskýra fyrir stúlkunni að ástæðan fyrir því að ég hringdi daginn áður var til þess að tryggja mér eitt svona tilboð til þess að gera mér ekki ferð í erindisleysu þessa samtals tæplega 70 km. leið, þá sagði hún einfaldlega: "Því miður, inneignarpakkarnir kláruðust strax. Ég var svo móðgaður að ég hætti við símakaupin og keypti síma annarsstaðar.
Nú er það ekki svo, að þessi upphæð sem um ræðir er ekki há, en svona svik og klúður af hálfu fyrirtækisins, verður til þess að ég gef þeim frest til áramóta til þess að leiðrétta þessa móðgun. Ef það verður ekki gert mun ég hætta öllum mínum viðpskiptum við fyrirtækið, en það eru 4 gsm símar, heimasími og adsl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 946032
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- GLEÐILEG JÓL....
- Bæn dagsins...Æska og elli..
- Friðurinn á jólanótt fyrir 110 árum. Ekki skjóta, þá skýt ég ekki.
- "Þetta er algerlega galið"
- Þegar fullorðið fólk talar við kjósendur eins og fullorðið fólk
- Höfundur þessarar síðu óskar hér með allri heimsbyggðinni GLEÐILEGRA JÓLA & FARSÆLS KOMANDI ÁRS:
- Jól á stríðstímum
- Gleðileg jól
- Bæn dagsins...Starfa meðan dagur er..
- Aðfangadagur og fréttir
Athugasemdir
Fúlt
Einar Bragi Bragason., 23.12.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.