Ótrúlegir vitleysingar

Það væri náttúrulega fínt ef þessi umhverfissamtök dunduðu sér við þetta. Ekki eru þau að binda sig447056A við krana og truflandi heiðvirkt verkafólk við iðju sína á meðan.

 Því minna efni sem þarf í fötin, því umhverfisvænni eru þau er jólaboðskapur samtakanna í ár. "G-strengur er gerður úr mjög litlu af bómull, og bómullarframleiðsla gengur mjög á auðlindir, til dæmis krefst hún mikillar vatnsnotkunar".

Þetta sló mig; að afurð sem hagkvæmt er að rækta á einhverju tilteknu svæði, fær á sig stimpilinn "óumhverfisvænt" af hálfu umhverfissamtaka, vegna þess að plönturnar sem verið er að rækta, drekka of mikið vatn. Svo skil ég heldur ekki afhverju samtökin berjast ekki fyrir því að eitthvert annað efni en bómull verði notað í G-strenginn. En það verður að vanda sig við valið því það má ekki vera snefill af óumhverfisvænum þræði í því efni.

 Þess er nú ekki getið í fréttinni hvaða fleiri auðlindir er verið að ganga á við bómullarrækt, en það kæmi mér ekki á óvart þó þessi samtök séu ekkert að útskýra það frekar. Yfirlýsingin lítur vel út á prenti. Ég hef fulla trú á því að fólki sé treystandi fyrir því hvað það gerir við vatnið sitt. Ef það er hagkvæmast að rækta bómull eða hrísgrjón einhversstaðar, þá á fólk að rækta slíkt ef það kærir sig um. Ef verið er að tala um að vatni sé stolið til ræktunarinnar frá þyrstu fólki, þá erum við ekki að tala um umhverfismál.

 


mbl.is Umhverfissamtök mæla með g-streng í jólapakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband