Fernando Torres fagnar eftir að hafa komið Liverpool í 2-0 gegn Marseille á heimavelli Frakkana. Liverpool gjörsigraði franska liðið 4-0.
Ég get ekki að því gert að ég held alltaf með ensku liðunum í Meistaradeildinni. Sama hvaða ensk lið eru í Evrópukeppni, ég held með þeim. Mér finnst enska knattspyrnan sú skemmtilegasta í heimi. Mér finnst skemmtilegra að horfa á miðlungs lið úr næst efstu deild í Englandi, en miðlungs efstudeildarlið í Þýskalandi, Spáni og á Ítalíu. Bestu liðin í þessum löndum eru oft skemmtileg, sérstaklega frá Spáni og Ítalíu og stundum þau bestu í heimi.
Ég hef haft dálæti á mörgum liðum á Englandi en í fyrsta sæti hjá mér undanfarin 10 ár er Chelsea. Ég gladdist mjög þegar Eiður Smári gekk til liðs við félagið og fannst hann vanmetinn hjá félaginu nema kannski fyrstu 2 árin. Tore Andre Flo var í miklu uppáhaldi hjá mér. Ótrúlega fimur þrátt fyrir mikla lengd. Ekki ósvipaður Peter Crouch hjá Liverpool. Zola kemur sterkt upp í hugan frá þessum árum, einnig Ruud Gullit og marga fleiri er hægt að nefna. Það er eitthvað við Drogba sem gerir það að verkum að mér finnst að hann ætti að fara frá félaginu núna. Þó hann sé klárlega einn mesti markaskorarinn um þessar mundir, þá er ég ekki viss um að hann sé góður "Team Player". Svo er fátt sem mér leiðist meira í fótbolta, en leikaraskapur.
Sennilega hef ég lagnlífustu taugarnar til MU, vegna sögu félagsins, Munchen t.d. en 50 ár verða liðin frá atburðinum í fyrrihluta febrúarmánaðar á næsta ári. Ferguson er í miklu uppáhaldi hjá mér sem þjálfari og karakter. Jose Morhino er einnig á háum stalli.
Glenn Hoddle var lengi uppáhalds miðjumaðurinn hjá mér og vegna skemmtilegs, hollensk ættuðum knattspyrnustíls, var ég lengi skotinn í Tottenham liðinu., en Hoddle tókst að klúðra þjálfaraferli sínum "Big Time", þegar hann hrökklaðist úr landsliðsþjálfara sætinu fyrir klaufaleg ummæli við blaðamann.
Ian Rush og Kenny Dalglish hjá Liverpool voru eftirminnilegir markaskorarar og gera það að verkum og ég hef verið dálítill laumuaðdáandi Félagsins, enda átti liðið ógleymanleg tímabil á níunda áratug síðustu aldar, með þessa tvo menn innanborðs. Stemningin á Anfield virðist engu lík og lagið þeirra er klassík. Gamall sálmur reyndar, en hvað um það, klassík engu að síður og getur jafnvel vakið tár þegar mikið liggur við.
Westham fær stuðning minn nú vegna Íslendingatengslanna, auk þess sem Westham á alla virðingu skylda fyrir knattspyrnuakademíu sína, en hún hefur fætt af sér marga af bestu knattspyrnumönnum Englands.
Leeds var æskuklúbburinn minn, frá 1970 til 1980. Byrjaði að halda með þeim af því þeir urðu Evrópumeistarar 1971 minnir mig. Þegar fór að nálgast lok níunda áratugarins, fannst mér stíll knattspyrnuliðsins vera orðinn full grófur fyrir minn smekk, enda margir þekktir harðjaxlar í liðinu. Þegar þeir urðu Englandsmeistarar 92, varð ég ekkert yfir mig glaður og ákvað að hætta að halda með þeim.
Arsenal hefur verið með eitt allra skemmtilegasta lið Evrópu undanfarin 2-3 ár. Wenger er ótrúlega fundvís á tiltölulega óþekkta einstaklinga og gerir úr þeim heimsklassaleikmenn. Wenger er sennilega einn allra klókasti þjálfarinn. Klúbburinn hefur samt ekki alveg náð í gegn hjá mér. Konan heldur með Arsenal.
Það er fínt að vera klúbbamella. Þá eru miklar líkur á að liðið manns sé í toppbáráttunni og það er assskoti gott.
Liverpool lék Marseille grátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
- Að velja sér viðmið
- Bæn dagsins...
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
Athugasemdir
SVIKARI SVIKARI SVIKARI..........það er aðeins eitt lið á Englandi og eitt united...LEEDS UNITED....en öfugt við þig þá gleðst ég yfir óförum enskra.........og á meðan að mitt lið hvílir sig þá er það BARCELONA og ekkert annað.
Einar Bragi Bragason., 13.12.2007 kl. 00:56
Haha...þú ert harður. Miklu skemmtilegra að geta valið úr nokkrum liðum. En Barcelona er frábært lið, mitt lið í spænska boltanum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2007 kl. 07:54
Ma ma ma ma ma ma áttar sig ekki á þessu......maður skiptir ekki um lið.......LEEDS mun rísa upp aftur og verða stórveldi....
Einar Bragi Bragason., 13.12.2007 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.