Við fjölskyldan lögðum af stað frá Reyðarfirði seinnipartinn í dag áleiðis til höfuðborgarinnar og kusum að fara norðurleiðina vegna hagstæðari veðurspár, en álíka langt er að fara fyrir okkur norður og suðurleið.
Þegar við vorum komin yfir Holtavörðuheiðina héldum við að við værum hólpin, en við komuna til Borgarness, var skollið á kolvitlaust veður. Þegar við komum að Borgarfjarðarbrúnni leist mér ekkert á blikuna, þvílíkur var veðurofsinn og að keyra undir Hafnarfjalli var ekki árennilegt. Ég hringdi því í lögregluna og spurði ráða. Var mér þá sagt að vindhviðurnar væru yfir 60 metrar. Ég spurði þá hvers vegna ekki væri búið að loka leiðinni og svarið var að ekki hefði gefist tími til þess, allir lögreglubílar í útkalli og síminn stoppaði ekki hjá þeim. Benti lögreglumaðurinn mér á að ákveðið hefði verið að hafi opið í söluskála bensínstöðvar lengur vegna fólks sem komst ekki leiðar sinnar.
Þegar við komum á bensínstöðina fundum við okkur skjól undir vegg til þess að komast út úr bílnum. Veðurofsinn og drunurnar í vindinum og hávaðinn var ógnvekjandi og man ég ekki eftir öðru eins og hef ég þó lent í ýmsu. Inni á bensínstöðinni voru nokkrir sem höfðu leitað skjóls og þar var einnig Gísli Einarsson sjónvarpsmaður með tökuvél sína undir hendinni. Ungur maður sagði okkur frá alvarlegu foki í Borgarnesi og þá lyftist brúnin á Gísla. Einhver hafði orð á því hve áberandi var hvernig Gísli iðaði í skynninu við að heyra um hamfarafréttir og allir hlógu, Gísli líka.
Á bensínstöðinn var tölvuskjár sem sýndi af vef Vegagerðarinnar hvernig veðrinu var háttað undir Hafnarfjalli og allir störðu á skjáinn í von um að línuritið sýndi lækkandi vindstyrk. Okkur varð að ósk okkar eftir u.þ.b hálftíma bið. Þá hröpuðu vindhviðurnar úr rúml. 60m á sek. niður í um 40. Héldum við því nokkrir ferðalangar af stað í halarófu en keyrðum afar hægt, á köflum á um 20 km. hraða, og það var alveg nóg. Ferðin gekk að óskum til Reykjavíkur en ég held að ég verði með strengi í lúkunum á morgun, svo fast hélt ég um stýrið á leiðinni.
Vegurinn undir Hafnarfjalli lokaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.