Íslenska leiðin

Vandlætingartónn vinstrimanna hefur verið áberandi undanfarin ár. Þeir hafa lýst því með hryllingi hvernig íslensk stjórnvöld hafi fjarlægst "norræna módelið" í velferðarmálum en færst nær því bandaríska eða engilsaxneska.

 Svíar notast væntanlega við norræna módelið en þar hefur velferðarkerfið beðið skipbrot í tíð jafnaðarmanna þar. Nú líta þeir til Íslands á sviði efnahags og velferðarmála.

Íslenska leiðin hefur reynst vel en hún er ekki fullkomin frekar en annað í þessum heimi. Hlutverk allra stjórnmálaflokka á Íslandi hlýtur fyrst og fremst að vera að gera þjóðfélag okkar enn betra. Af nógu er að taka.


mbl.is Næstminnsta fátæktin í Evrópu er á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það er rétt að norræna módelið er ekki gallalaust, en hið bandaríska er sýnu verra.  Hið brezka eða franska er líklega skást.

Sigurjón, 8.12.2007 kl. 23:05

2 identicon

Nú væri gaman að fá dæmi um hvar Íslendingar standa framar svíum í velferðarmálum og einnig hvaða rök eru á bakvið fullyrðingu þína um að velferðarkerfi svía hafi beðið skipbrot.

Án nánari útskýringa eru þetta innantóm orð. 

Ásgeir H Pálsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 10:53

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Síðasta þriðjung liðinnar aldar var gjarnan bent hér á landi, á sænska heilbrigðis og velferðarkerfið, þegar hið íslenska var gagnrýnt. Allt var svo miklu betra í Svíþjóð sögðu sumir. Auðvelt var að komast á ýmiskonar bætur, heilbrigðisþjónusta "kostaði ekkert" eins og sumir orðuðu það osfrv. Þetta var áður en hin fleygu orð Miltons Friedmans litu dagsins ljós og urðu að alþýðusannleik: "There is no such thing as a free lunch".

Þegar Svíar áttuðu sig á því að stefna þeirra í þessum málum var að sliga ríkissjóðinn og var auk þess að búa til þjóðfélag letingja og afætna, þá skáru þeir hressilega niður í þessum málaflokkum, hertu reglur um bótagreiðslur og tóku upp strangt aðhald í heilbrigðiskerfinu.

Svíar eru ennþá að bíta úr nálinni vegna rausnskapar síns og nú heyrast óánægjuraddir í Svíaríki vegna niðurskurðarins og fólk jafnvel farið að sækja sér heilbrigðisþjónustu til Finnlands.

Það voru íslenskir jafnaðarmenn (Alþýðuflokkurinn) sem reið á vaðið hérlendis 1991-1995 neð aðhaldsaðgerðir í heilbrigðiskerfinu með Sighvat Björgvinsson í broddi fylkingar og fengu bágt fyrir, ómaklega eins og sagan hefur sýnt.

Ég er ekki að leggja mat á hvort sænska velferðarkerfið sé betra eða verra en það íslenska, heldur að benda á hvernig stradegía Svíanna brást. Fjármögnun velferðarkerfis þeirra beið skipbrot og þeir eru að hverfa frá fyrri stefnu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2007 kl. 13:29

4 identicon

Takk fyrir svarið Gunnar.

Þú hefur rétt fyrir þér varðandi yfirstandandi breytingar á félagslega bótakerfinu í Svíþjóð, en ekki má gleyma að hægri menn komust til valda eftir síðustu kosningar. Þeirra áherslur eru allt aðrar en fráfarandi ríkisstjórnar, en aðgerðir hægri flokkanna hafa vakið svo mikla lukku að talið er að þeir séu nú þegar búnir að tapa næstu kosningum.

Þeir hafa ekki einungis ráðist á félagslega kerfið heldur einnig þáttöku almennings í verkalýðsfélögum og sjóðum atvinnuleysistrygginga.

Sögur af Íslendingum sem lifa á sossanum í Danmörku og Svíþjóð hef ég heyrt í áratugi, en aldrei verið svo frægur að hitta einn úr hópnum. Hallast ég að því að um þjóðsögur sé að ræða, svona í stíl með að Ísland sé í farabroddi í upplýsingatækninni.

Ég hef búið 1/4 hluta ævi minnar í Skandinavíu og fullyrði að samanburður á velferðarkerfum Íslands annars vegar og hinna norðurlandanna hins vegar, sé svipaður og samanburður á eplum og appelsínum. Ekki sé um líka hluti að ræða. 

Ásgeir H. Pálsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 15:01

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekkert kerfi er svo fullkomið að það þurfi ekki sífellt að vera í endurskoðun. Og ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að það fyrsta sem mörgum dettur í hug er að misnota það.

Ef fjármunir þeir sem ríkið leggur fram árlega væru einvörðungu nýttir af þeim sem til er ætlast að njóti þyrftu fáir að kvarta.

Árni Gunnarsson, 10.12.2007 kl. 00:43

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg rétt Árni.

Ásgeir, þú talar um að hægristjórnin nýja í Svíþjóð hafi ráðist á velferðarkerfið. Svíar voru búnir að átta sig á villu síns vegar áður en þeir tóku við.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2007 kl. 02:00

7 identicon

Mig grunar Gunnar að þú sért að vísa í herferð fyrrverandi ríkisstjórnar gegn bótasvindlinu. Það kom nefnilega í ljós að fólk skrifaði sig veikt, en vann samtímis svart. Það er ekki það sama og að félagslega bótakerfið hafi beðið skipbrot, eða hvað?

Versti andstæðingur svona kerfa eru svindlararnir og þá ber að grípa. Hægri ríkisstjórnin hefur aftur á móti ráðist á vandann með því að beita flötum niðurskurði og lækkað bætur. Á endanum bitnar það á þeim sem verst standa og þurfa á bótunum að halda.

Það fyndna er að á sama tíma haf þeir lækkað fasteignaskattinn og stefna á að afnema hann.

En það sem ég hjó eftir í pistli þínum var þessi setning "Nú líta þeir til Íslands á sviði efnahags og velferðarmála." Hvað er það sem Íslendingar gera svo vel á velferðarsviðinu sem svíar geta lært af? 

Ásgeir H. Pálsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband