Sama gerðist hér

Á Reyðarfirði er gamalt og sögufrægt hús, Gistiheimilið Tærgesen, sem áður hét að ég held Gistiheimili K.H.B. (Kaupfélags Héraðsbúa). Húsið er um 120 ára gamalt og býr yfir mikilli sögu og sjarma. Fyrir daga álversframkvæmda hafði gengið afar illa að reka gistihúsið og voru ýmsir sem 004reyndu fyrir sér með reksturinn og stöldruðu flestir stutt við og voru sumir hverjir skrautlegir karakterar svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Einn þeirra sem reyndi fyrir sér með reksturinn varð uppvís að því að setja upp eftirlitsmyndavélar á salernum gistiheimilisins. Úr því varð lögreglumál og maðurinn hrökklaðist í burtu. Það næsta sem Reyðfirðingar fréttu af kauða var að hann var orðinn sundlaugavörður á Selfossi og þar reyndi hann að tæla unglingsstúlkur til þess að leyfa sér að taka myndir af þeim fáklæddum eða nöktum, með peningagjöfum.

Mannskepnan getur sýnt á sér ýmsar hliðar og sumar eru skuggalegar.


mbl.is Njósnaði um leigjendur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og slapp hann með að hrökklast burtu? var maðurinn ekki einu sinni kærður?

kannski sá þýski fari nú í baðvarðabransann.

Brjánn Guðjónsson, 28.11.2007 kl. 18:16

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú hann var kærður

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2007 kl. 23:13

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er nú kallað Pervertsen

Einar Bragi Bragason., 29.11.2007 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband