Ísland er í efsta sæti á lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um lífskjör. Þingmenn sögðu þó einnig ljóst, að velferðinni hér á landi væri ekki jafnt skipt og mikið væri ógert í að jafna lífskjör innanlands.
Er þá ekkert að marka skýrsluna? Vinstrimenn eru duglegir að benda á ójöfnuð en er ekki lykillinn að góðum árangri okkar einmitt sá, að við erum ekki eins upptekin af þessu "vandamáli" og margar aðrar þjóðir, þ.e. að jafna launakjör í gegnum skattkerfið? Er mikilvægt að lækka niður kjör þeirra betur settu, ef kjör þeirra lakari batna ekki við það? Nei, við græðum ekkert á því, auk þess sem ríkissjóður græðir ekki á því heldur. Við eigum að hafa það að áhugamáli að kjör allra batni og ekki fara á límingunum þó einhver misskipting sé á því.
Þingmenn gleðjast yfir góðum árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 946046
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Annar í jólum - 2024
- Kirkjan er umbúðir, með nýtt innihald. Innihald í andstöðu við umbúðirnar.
- Bæn dagsins...
- Herskáir Evrópumenn
- Lifandi kristindómur og ég
- Herratíska : Grátt hjá BRUNELLO CUCINELLI í áramótin
- Við höfum gengið til góðs
- Jólasaga um vitleysisgang og hálfa kirkjuferð
- "Vont grín, sýndarmennska ein"
- vísindi og Vísindin - tvennt ólíkt
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Viðskipti
- Tvöfalda umsvifin
- Stýrivextir í Tyrklandi lækkaðir í 47,5 prósent
- Tilfærslur innan OMX 15
- Umræðan byggist á upplýsingaóreiðu
- Bókunarstaðan verri
- Rekstur banka verður sífellt flóknari
- Sækja þarf fram í markaðssetningu
- SoftwareOne kaupir Crayon
- Vöxtur ekki einkennt greinina á árinu
- Verktakar fegra tölurnar
Athugasemdir
Misskipting er eðlilegt náttúrulögmál, til þess að ná sem mestum árangri þarf að vinna með slíkum lögmálum en ekki á móti þeim. Ástæðan fyrir því að kommúnisminn gekk ekki upp er aðallega vegna þess að stefnan er vinnur að mestu gegn mannlegu eðli. Það er nauðsynlegt fyrir samfélagið að hafa lægri stétt sem er tilbúin í að taka að sér "skítastörfin" eins og ræstingar, fiskvinnslu eða afgreiðslu í verslunum. Hvernig á samfélagið að ganga upp ef allir sitja við skrifborð í jakkafötum?
"Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, sagði að tölur SÞ byggðust á meðaltali en hér hefði fjölgað auðmönnum. Þá benti hún m.a. á, að í skýrslu Þróunarstofnunar SÞ kæmi fram að hvergi á byggðu bóli væri notað eins mikið rafmagn og hér á landi og gera þyrfti orkusparnaðarátak í raforkumálum"
Er Kolbrún það "slow" að fatta ekki samhengið milli fjölgun auðmanna og að vera á toppnum? Kannski við séum á toppnum vegna þess að nú er sama umhverfi hér á landi og í hinum topplöndunum til þess að geta unnið sig upp án takmarkana, getur Kolbrún bent á eitt land í topp 10 þar sem er eitthvað mikið minna um auðmenn? VGungur verða að átta sig á því að við munum detta niður mörg sæti á þessum lista ef það á að fara að reka úr landi banka og auðmenn.
Annars angrar það mig hvernig rafmagn er einnig orðið slæmt fyrirbæri, fattar Kolbrún ekki heldur tengslin á milli þess og þeirra lífsgæða sem við búum við? Vill hún að við brennum kol frekar? Ísland er í mjög góðri stöðu til þess að verða fyrsta ríkið þar sem olíulaus faratæki verða í meirihluta, aðalástæðan fyrir því er gott aðgengi okkar að rafmagni. Vill hún ekki bara koma út úr skápnum og viðurkenna að hún sé almennt á móti tækniþróun og hennar draumasýn sé að þjóðin snúi aftur í moldarkofana?
Kannski var ég harðorða en maður er bara orðinn þreyttur á þessu rugli.
Geiri (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:01
" Er mikilvægt að lækka niður kjör þeirra betur settu, ef kjör þeirra lakari batna ekki við það? "
Þetta er hrein snilld !!
Theresa (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:57
Úr því að þú orðar þetta svona Theresa mín, þá reikna ég með að þú skiljir þetta ekki. Geturðu sagt mér nákvæmlega hvað það er sem þú skilur ekki, svo ég geti útskýrt það fyrir þér?
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.11.2007 kl. 18:04
Sæll Gunnar,
Af hverju gerir þú ráð fyri því að Theresa skilji þig ekki ?
Morten Lange, 27.11.2007 kl. 21:35
Það þykir mér ótrúlegt að enn skuli vera til fólk sem réttlætir misskiptingu
og talar um kröpp lífskjör aldraða,líf vinnandi fólks án nokkura lífsgæða sem sjálfsagt vandamál sem ekki beri að hafa áhyggjur af, allveg er þetta nú dæmigerður hægrimanna þankagangur, nær væri að líta á lífskjör þessa fólks sem mælikvarða á lífsgæði í stað þess að að skreita sig með pappír frá þ.s
þegar framsóknarflokkurinn sálugi hafði ekkert að gefa lengur hafnaði þjóðinn honum, við verðum lengi að moka flórinn eftir þá.
Ævar Oddur Ævarsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 22:07
Færslan fjallaði ekki um það að kjör þeirra verst settu væru nógu góð, heldur um það að sértækar aðgerðir til jöfnunar af hálfu hins opinbera, t.d. i gegnum skattkerfið, er ekki rétta leiðin.
Sumir segja kannski að hið opinbera gæti hækkað örorkubætur, nú þegar staða ríkissjóðs er eins góð og raun ber vitni, en málið er ekki alveg svo einfalt. Slíkt verður að gera í sátt við vinnumarkaðinn því hætta er á launaskriði ef það er ekki gert. Með þessu er ég alls ekki að segja að ekki megi bæta kjör bótaþega og þeirra lægst launuðu, einungis að það þarf að gerast þannig að varanlegur ávinningur sé að því.
En svo má heldur ekki gleyma því að kjör allra hafa batnað verulega á síðustu árum sem m.a. lýsir sér í þeirri stöðu sem Ísland er í á þessum lista.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2007 kl. 03:17
Morten Lange: Ég segi það um Theresu, vegna þess að ég veit hver hann er og hvernig hann hugsar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2007 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.