Of langt gengið

Simon Wiesenthal lést fyrir tveimur árum Wiesenthal stofnunin hefur hrint af stað verkefni þar sem reynt verður „í síðasta sinn" að hafa uppi á stríðsglæpamönnum sem frömdu glæpi í valdatíð nasista í Þýskalandi á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar.

Wiesenthal stofnunin er eins og hvert annað fyrirtæki sem selur þjónustu. Til hennar var stofnað í upphafi af hugsjón og fyrirtækið styrkt af Gyðingum. Hugsjónin var göfug, þ.e. að engin á að geta komist upp með glæpi gagnvart mannkyninu eins og þýskir Nasistar frömdu í seinni heimsstyrjöldinni. En árangurinn er auðvitað enginn, fjöldi voðaverka um heim allan bera vitni um það.

Að eltast við þessa stríðsglæpamenn enn þann dag í dag er skrípaleikur, fóðraður af hatri þeirra sem reka fyrirtækið. Það eru ekki bara nánast allir Nasistarnir sem komnir eru undir græna torfu heldur fórnarlömb þeirra líka. Í dag er réttilega verið að eltast við stríðsglæpamenn úr Balkanstríðinu, en er rétt að draga millistjórnendur til ábyrgðar? Hvar eru mörkin dreginn? Mikið verk er fyrir höndum að finna stríðsglæpamenn í Afríku, Rúanda o.fl. löndum. Gósentíð fyrir þjónustufyrirtæki af sama tagi og Wiesenthal stofnunin er. Þetta er iðnaður.


mbl.is Lokatilraun til að handsama landflótta nasista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála...kveðja

Eiríkur S. (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þeir örfáu "landflótta nasistar" sem enn eru á lífi hafa verið á unglingsaldri þegar stríðið braust út og eru því tæpast heilarnir á bakvið voðaverk nasista, mikla frekar bara venjulegir hermenn sem hlýddu skipunum. Það má ekki gleyma því að sá sem hlýddi ekki fór fyrir aftökusveit.

Dæmi: 1939 hefst stríðið og sá sem hefur verið 16 ára 1939 er því orðin 85 ára gamall. Allir hugmyndafræðingar nasista eru löngu dauðir enda tók langan tíma að vinna sig upp til þeirra metorða að hafa raunveruleg áhrif.

Benedikt Halldórsson, 27.11.2007 kl. 02:17

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einmitt málið

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.11.2007 kl. 02:20

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Auðvitað ber að sakfella þá sem eru sekir um glæpi.

En varðandi þennan Wiesenthal-iðnað, þá er einn ágætur maður sem hefur fjallað mikið um það mál. Hann heitir Norman Finkelstein. Fer nokkuð djúpt í saumana á þessu.

Ólafur Þórðarson, 27.11.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband