Vigdís Grímsdóttir hefur skrifað sögu Bíbí Ólafsdóttur. Bíbí ku vera stórmerkileg manneskja sem ýmislegt hefur reynt í lífinu. Bíbí bjó á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum síðan. Ég þekkti Bíbí ekki neitt en vissi þó að hún var spákona og miðill. Ég veit að hún "túrar" um landið eins og fleiri miðlar gera. Þeir kemba hvert krummaskuð til að selja sína yfirnáttúrulegu hæfileika og mér skilst að salan gangi grimmt.
Þegar Bíbí bjó á Reyðarfirði þá brann húsið ofan af henni. Hún sá það ekki fyrir. Í Alþingiskosningunum 1999 þá skipaði hún fyrsta sæti á lista Humanista á Austurlandi. Ég álpaðist inn á kosningaskrifstofu hennar og skoðaði einhverja bæklinga. Stuttu síðar hringdi Bíbí í mig og vildi fá mig til þess að keyra bæklinga um Austurland. Ég neitaði henni um það. Til þess að bjóða fram til Alþingis þá þarf að stilla upp 20 manna lista. Heildar atkvæðafjöldi sem flokkur Bíbíar, Húmanistaflokkurinn fékk, var 14. Bíbí sá þetta ekki fyrir. Öll hennar fyrirhöfn fyrir lítið.
Ég afneita því ekki að eitthvað yfirnáttúrulegt geti verið til en ég er afskaplega mikill efasemdarmaður samt. Ég veit fyrir víst að meirihluti þeirra sem er að selja sig á þessu sviði eru loddarar og ég hef skömm á fólki sem gerir sér trúgyrni fólks að féþúfu. Eflaust er eitthvað af þessum loddurum sjúkt fólk sem jafnvel gerir sér ekki grein fyrir því að það hefur ekki yfirnáttúrulega hæfileika.
Ég man eftir einum manni sem þekktur er sem sjónvarps og útvarpsmiðill. Hann þykir afskaplega fær í sínu fagi og nýtur virðingar hjá Sálarrannsóknarfélaginu. Mér líður illa að horfa eða hlusta á svona þætti og er fljótur að skipta um rás þegar þeir eru í gangi. Eitt kvöldið kveikti ég á útvarpinu og þessi maður var með þáttinn sinn í loftinu. Ég ætlaði að fara að skipta um rás en hætti við þegar ég heyrði í rödd viðmælanda hans. Viðmælandinn var Reyðfirðingur sem ég þekki ágætlega og hann hafði hringt í þáttinn. Ég dokaði við og hlustaði. Þátturinn var hin ágætasta skemmtun, því ekki stóð steinn yfir steini í ágiskunum fjöl-miðilsins á högum Reyðfirðingsins. M.a. sagði hann " Það er mikil músík í kringum þig, þú syngur....eða spilar á hljóðfæri" "Neeeei" sagði Reyðfirðingurinn og dró seiminn vandræðalega. Miðillinn hélt áfram: " Einhver nákominn þér var mikið í músik". "Neeeei, svaraði Reyðfirðingurinn. Þegar allt hafði klikkað í dágóða stund og ég farin að þurrka tárin úr augunum af hlátri þá notaði miðillinn að lokum elsta trikkið í bókinni: " Ég finn sterka tengingu við sjóinn".
Það er sennilega leitun að Íslendingi sem ekki á tengingu við sjómennsku einhversstaðar í stórfjölskydu sinni. Jafnvel þó þú talir við Selfyssing eða Héraðsbúa.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 946048
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.