Játningin

Ítalskur vínbóndi, kominn á eftirlaun ákveður að fara í þorpskirkjuna og ganga til skrifta en það hafði hann ekki gert í áratugi. Þegar presturinn rennir spjaldinu frá í skriftastólnum, þá segir vínbóndinn: " Faðir, í seinni heimsstyrjöldinni bankaði uppá hjá mér gullfalleg stúlka og bað mig að hjálpa sér undan óvininum. Ég faldi hana uppi á háaloftinu hjá mér.

Presturinn svaraði, "Það var mjög fallega gert af þér að bjarga stúlkunni, það er engin ástæða til þess að skrifta vegna þessa".

"En það er verra en þetta", hélt bóndinn áfram. "Fljótlega fór hún að endurgjalda mér greiðann með kynlífi".

"Á stríðstímum gerir fólk stundum hluti sem það annars myndi aldrei gera. Ef þú iðrast sannanlega fyrir gjörðir þínar, þá er þér fyrirgefið", sagði presturinn.

"þakka þér fyrir faðir, það er þungu fargi af mér létt. Má ég spyrja þig einnar spurningar?

"Hvað er hún, sonur minn"

"Hún er orðin nokkuð gömul núna..... ætti ég að segja henni að stríðið sé búið?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góóóóóður  

Jóhann Elíasson, 24.11.2007 kl. 11:23

2 identicon

Sæll Gunnar, fyrst þú ert farinn að segja brandara hér læt ég einn flakka.

Maður nokkur kemur heim, opnar útihurðina og kallar, heyrðu kona pakkaðu niður því ég var að vinna stóra  vinninginn í lottóinu, frábært svarar hún á ég að pakka fyrir ströndina eða fjöllinn? þú ræður svarar hann pakkaðu bara og láttu þig hverfa. 

Ævar Oddur Ævarsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 19:13

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður Ævar

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband