Mér barst í hendur þessi póstur frá rannsóknarlögreglumanni. Í bréfinu segir:
Ástæða þessa erindis míns kemur ekki til af góðu en ég tel rétt að allir fái að vita af þessu og hafi til hliðsjónar.
Ég fór í fíkniefnaleit með hundinn minn í ónefndan verslunarkjarna og eðli málsins samkvæmt beindist sú leit mikið til að almenningssalernum sem þar eru. Það sem vakti athygli mína var það að hundurinn minn sýndi 3 klósettrúlluhöldurum áhuga og var klósettpappír inni í þeim öllum. Ég benti öryggisverðinum sem fylgdi mér á þetta og sagði hann mér að það hafi komið þó nokkrum sinnum að starfsmenn sem vinna við þrif hafi fundið notaðar sprautur og nálar á klósettunum eftir fíkniefnaneytendur og þá hafi einnig komið fyrir að áðurnefndir fíkniefnaneytendur hafi, eftir að hafa sprautað sig, stungið nálunum upp í gegn um klósettrúllurnar til að hreinsa þær og þannig skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum. Þetta vakti með mér óhug og spurningar og mér finnst rétt að þið vitið af þessu.
Þetta er hrikalegt, lifrarbólgur og AIDS í salernispappír á almenningsklósettum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Léttvæg fyrirheit og heitstrengingar Flokks fólksins.
- Ást guðdómlegrar elítunnar á almúganum; kostar
- "Varla að maður geti trúað þessu"
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyrir þjóðarbúið, Stjána og Villa
- Varnarstyrkurinn er í vestri
- Heimuglegi hvalurinn, Hvaldimir. Hvalreki í öryggismálum
- Utanríkismálastefna Íslendinga og ofurlítið um öryggi, kyn, helvítishlýnun og lýðræði: Annar hluti
- Ranghugmynd dagsins - 20241228
- "Mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn að koma saman"
Athugasemdir
Sæll!
AIDS smitast ekki á þennan hátt. Jafnvel þó það væri saur frá AIDS sjúklingi á setunni myndi það ekki smita til næsta manns. Í sæði eru efni sem hemja ónæmiskerfið. Það er lykillinn að smiti við vaginal og anal samfarir.
Ásgeir Rúnar Helgason, 22.11.2007 kl. 21:58
Sæll Ásgeir.
Ef það er blóð í pappírnum eftir sprautunál, er þá ekki hætta á smiti ef sá sem notar pappírinn er með opið sár við sköp eða endaþarm?
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2007 kl. 01:19
Held það sé ekki hætta á að smitast þannig, hins vegar hægt að smitast af allskonar óþverra ef menn þvo sér ekki um hendur eftir klósettferðir, en sem betur fer sjaldgæft háttarlag. ;)
Theresa (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:02
Já, Theresa, ég man eftir kunningja mínum sem alltaf var með skítuga putta. Hann vann á einhverju rafvélaverkstæði og fékk smurningu ofl. á hendurnar og þetta var orðið svo fast að hann náði þessu ekki af, því hann þvoði sér svo sjaldan um hendurnar. Þó hann notaði vírbusta og Zator þá dugði það ekki til, þegar hann vildi þrífa sig þegar við fórum eitt sinn saman á pöbbarölt.
Á einhverjum pöbbnum settust tvær konur við borðið okkar og tóku tal við okkur. Skyndilega verður annari konunni litið á fingurna á kauða og segir:
"Oj, hvað er að sjá puttana á þér?!"
Þá sagði vinurin: "Þetta er ekkert, þú ættir að sjá á mér tærnar!"
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2007 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.