Ég hafði orð á því í síðasta bloggi að það væri skrítið að starf landsliðsþjálfara væri ekki auglýst þegar það væri laust. En er það e.t.v. nokkuð skrítið? Eitthvert tilefni verður stjórn KSÍ að hafa, til þess að skála í kampavíni.
Mundu áhugaverðustu þjálfararnir sækja um, ef starfið væri auglýst? Hvernig væri að koma á svona nokkurskonar "öldungaráði"? Allir tólf þjálfarar liða í efstu deild, mynda kviðdóm og fá ekki að stíga út úr húsi fyrr en sameiginleg niðurstaða er fengin um næsta landsliðsþjálfara. Ég mæli með að fundur þeirra færi fram á Hlíðarenda. Í fallegustu umgjörð sem nokkru íþróttafélagi hefur tekist að skapa í kringum sig. Þetta gæti orðið hádramastískt sjónvarpsefni og þegar "kviðdómurinn" hefur komist að niðurstöðu, þá kviknar á reykmerki við minnismerki Sr. Friðriks.
En ef við spáum aðeins í það, hverjir hafa verið landsliðsþjáfarar undanfarin ár, þá eru það mest gamlir landsliðs og atvinnumenn sem ekki hafa getið sér neitt sérstaklega góðs orðs sem þjálfarar. Atli gerði að vísu KR að Íslandsmeisturum, en sá titill var búinn að vera lengi í stjörnukortunum og það var ekkert sérstakt afrek að setja saman besta lið Íslands úr þeim leikmannahópi sem KR hafði yfir að ráða. Lítið hefur farið fyrir afrekum Ásgeirs Sigurvinssonar og Eyjólfs Sverrissonar á þjálfaravellinum.
Eina skiptið sem verulega ferskir vindar hafa blásið um íslenska landsliðið í fótbolta, var þegar Guðjón Þórðarson var með liðið. Ég hefði alveg viljað sjá hann í djobbinu.
Íslendingar sáu aldrei til sólar í 3:0-tapleik gegn Dönum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér virðist sennilegt, tilraunir Trumps til samninga, renni út í sand - í staðinn standi Trump við að halda stríðinu áfram, er hann metur Pútín ekki vilja frið - held mál fari þannig!
- ÁRAMÓTAKVEÐJA.........
- Yfirgefið Nató og lifið
- Farmington New Mexico 10. nóv 2024
- Marathon í Pendleton OR 21.sept 2024
- Ormagryfjan djúpa
- Sagðist hafa verið kjáni
- Áramóta hugleiðingar Samfélags og sögu í árslok 2024
- Hin fögru fyrirheit á nýju ári
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.