Ásta Ragnheiður
Viðmælandi í hádegisviðtalinu á Stöð 2 var Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og tilefnið var sáttatilboð um bann á auglýsingum um ruslfæði sem beint er að börnum. Hún hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að þeir sem eru á auglýsingamarkaði beini ekki auglýsingum um óholla matvöru að börnum. Benti hún á þá siðferðislegu skyldu seljenda og auglýsenda um að vera ekki að krukka í heilabú óþroskaðra og ólögráða einstaklinga. Virða þurfi mörk í þessu tilliti.
Misskilningur
Ég hygg að ákveðins misskilnings gæti hjá flutningsmanni tillögunnar. Auglýsingunni er alls ekki beint að börnum heldur að foreldrum barnanna. Þeim er í slálfsvald sett hvað þau láta börnin sín borða. En þegar þau sjá börnin sín ljóma af ánægju og benda á sjónvarpið; "Mig langar í svona!", þá láta foreldrar undan á alröngum forsendum. Það er alkunn staðreynd að margir foreldrar í nútíma samfélagi eru þjakaðir af sektarkennd yfir því að hafa ekki nægan tíma fyrir börnin sín. Réttlætingin er aldrei langt undan; "Þau geisla af gleði, er það ekki?"
Niðurstaða
Það að foreldrar láti eftir börnum sínum hamborgara eða pizzu einu sinni í viku, getur varla verið skaðlegt. Áhersla og fræðsla um gildi reglulegrar hreyfingar og útiveru ætti frekar að auka. Mín vegna má sleppa auglýsingum um óhollan mat á aðal sjónvarpstíma barnanna. En vandamálið sem blasir við vestrænum þjóðfélögum er offita barna og unglinga. Þetta er heilbrigðisvandamál og á meðan við erum blessuð með því fyrirkomulagi að fjármögnun heilbrigðiskerfisins er á sameiginlegum herðum okkar allra, þá geta jafnvel aurasálir ekki neitað því að auknir fjármunir í forvarnarstarf, er peningum vel varið. Hugtakið neyslustýring á ekki að afgreiða sem forræðishyggju í neikvæðustu mynd. Við þurfum að vega og meta allt af fordómaleysi og yfirvegun.
Smá viðbót. Það á að samþykkja þessa þingsályktunartillögu, við höfum engu að tapa.
Flokkur: Bloggar | 19.11.2007 (breytt 21.11.2007 kl. 03:22) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 946107
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Af hverju eiga Danir að ráða yfir Grænlandi??
- Jólatré í Belgíu
- Fleiri hlynntir eða andvígir?
- Ef enginn vinnur neina heimavinnu ...
- Dugmikill þingmaður - ef "danglað" er í þá
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Hvað hefur Donald Trump lofað að gera þegar hann tekur við embætti.
- Á Ísland landakröfur til Norður-Ameríku?
- Gömul úrelt lög ....
- Kolefnisgjald
Athugasemdir
Það er nú langt síðan að það var rætt um þetta. Man að þetta var dropinn sem fyllti mælinn þegar ég hætti í þessu partýi.
Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 19.11.2007 kl. 21:51
Sammála þessu með forræðishyggjuna sem er ekki alslæm en afar vandmeðfarin. Ósammála þessu frumvarpi. Fyrst og fremst vegna þess að það er móðgun við þá fjölmörgu sem bíða eftir að Alþingi þóknist að taka mál þeirra til umfjöllunar. Það bíða nefnilega fjölmörg mál afgreiðslu, mál sem hafa þyngri vigt í samfélaginu en hvar eigi að selja brennivín og hvort leyfa eigi auglýsingar á þessu eða hinu. Það er bannað að auglýsa áfengi og tóbak. Þessar vörur eru auglýstar alla daga án athugasemda.
En þeir auglýsendur sem velja barnaefni Sjónvarps til árása á neytendur eru fyrst og fremst að auglýsa eigin siðblindu.
Þeir gera lítið úr sér greyin.
Árni Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 22:16
Mér finnst mun alvarlegra þegar bankar og fjármálastofnanir gera hosur sínar grænar fyrir börnunum mínum, jafnvel fyrir fermingaraldurinn. Gylliboð um fyrirframgreitt debetkort, eða eitthvað álíka. Síðan fylgir með, ef þú ert maður með mönnum, yfirdráttarheimild. Brátt ferðu að líta á fullnýtta heimild sem "núllið". Í hverjum mánuði ertu að borga mörg þúsund krónur fyrir ekki neitt.
Þú er jafnvel orðinn fangi lánadrottna þinna. Þú færð yfirdráttinn á 0,5% lægri vöxtum. 21% í staðinn fyrir 21,5%. Eða eitthvað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 23:19
leyfið börnunum að koma til mín fyrir skid og ingenting
Pálmi Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 23:46
Gildrur kapitalistana liggja víða. Samt er kapitalisminn það besta sem hent hefur mannkynið. Merkilegt nokk.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2007 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.